Sveitarstjórn

327. fundur 15. september 2020 kl. 16:15 - 16:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 953, frá 03.09.2020

Málsnúmer 2009001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum
2 liður er sér liður á dagskrá.
4 liður er til afgreiðslu.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Á 930. fundi byggðaráðs þann 9. janúar 2020 var sveitarstjóra falið að senda hugmynd um breyttar áherslur vinabæjarmótanna til hinna vinabæjanna í samstarfinu.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 31. ágúst 2020, frá Borga (Porvoo) sem er svar við rafpósti sveitarstjóra frá 28. janúar 2020 varðandi vangaveltur um hvernig á að fara með fyrirhugað vinabæjamót 2021 i ljósi stöðu mála vegna Covid vírusar.

    a) Halda áfram með áætlanir um mót á Dalvík 2021?
    b) Hætta við undirbúningsfund 2020 og halda hann árið 2021 með því markmiði af hafa mótið 2022 á Dalvik ?
    c) Setja allar áætlanir á bið og taka stöðuna í ágúst 2021 ?
    d) Aðrar tillögur.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 953 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leið c) fyrir ofan verði fyrir valinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að allar áætlanir um vinabæjamót og undirbúnings þess verði sett á bið og staðan tekin í ágúst 2021.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954, frá 10.09.2020

Málsnúmer 2009004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 32 liðum.
Liðir 1, 25 og 26 eru sér liðir á dagskrá.
Liðir 21, 28, 29 eru til afgreiðslu. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Tekið fyrir erindi Jóhanns Karls Sigurðssonar og Braga V. Bergmanns fh. fyrrum starfsmanna blaðsins Dags á Akureyri, dags. 20.08.2020 þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðningi vegna ritunar og útgáfu bókar um Sögu Dags á Akureyri 1918-1996. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954 Byggaráð getur því miður ekki orðið við ofangreindu erindi en óskar verkefninu góðs gengis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis sveitarfélagsins.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og endurskoðun á erindisbréfi UT-teymis eins og það liggur fyrir.
  • Teknar fyrir til kynningar leiðbeiningar innleiðingarhóps Samband íslenskra sveitarfélga um betri vinnutíma, samanber rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2020, styttingu vinnuviku samkvæmt kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða samtals á vinnustað um breytt skipulag á vinnutíma liggi fyrir 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag vinnutíma taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ofangreint hjá Dalvíkurbyggð.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.

3.Félagsmálaráð - 242, frá 08.09.2020

Málsnúmer 2009003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 6 til afgreiðslu að hluta. Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Tekinn fyrir til umfjöllunar samningur við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra um dagþjónustu. Búið var að staðfesta drög að samningi í félagsmálaráði í júní sl. sem og í sveitarstjórn. Erindi barst frá stjórn Dalbæjar eftir þann tíma, þar sem óskað er eftir hækkun á styrk Dalvíkurbyggðar vegna aukins launakostnaðar. Tillögur stjórnar Dalbæjar kynntar fyrir nefndarmönnum. Félagsmálaráð - 242 Félagsmálaráð getur ekki orðið við hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020, en leggur til að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs hvað varðar höfnun á hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020 og samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu um að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

4.Fræðsluráð - 251, frá 09.09.2020

Málsnúmer 2009002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert sem þarfnast afgreiðslu og eru allir liðir lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls um fundargerðina.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 122, frá 01.09.2020

Málsnúmer 2008009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert sem þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.

6.Umhverfisráð - 340, frá 04.09.2020

Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 1, 9, 10 og 11 til afgreiðslu.
Liðir 3 og 4 sér liður á dagskrá.

Aðrir liður eru lagðir fram til kynningar.
  • Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15 Umhverfisráð - 340 Umhverfisráð fagnar þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á árinu og þakkar Steinþóri greinargóða yfirferð á stöðu þeirra verkefna sem enn eru í vinnslu.
    Ráðið leggur til að þar sem hagstæð tilboð fengust í endurnýjun götulýsingar áfanga eitt verði einnig farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar og lóðar við Íþróttamiðstöðina.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:

    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
    "Sveitarstjórn samþykk tillögu umhverfisráðs, að verði svigrúm innan fjárhagsáætlunar að loknum áfanga eitt á endurnýjun götulýsingar, verði farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar Dalvíkurskóla og lóðar við Íþróttamiðstöðina að því marki sem fjármagn dugar til.

    Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka við framkvæmdaáætlun með kostnaðarútreikningi þegar ofangreint liggur fyrir."


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
  • Með innsendu erindi dags. 19. ágúst 2020 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn á opna svæðinu milli Goðabrautar 3 og Sognstúns 4 á Dalvík.
    Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi kl. 10:46 vegna vanhæfis
    Umhverfisráð - 340 Umhverfisráð samþykkir að veita stöðuleyfi á umbeðnum stað til eins árs með fyrirvara um samþykki HNE.
    Umsækjanda falið að fá samþykki næstu nágranna sem eru Goðabraut 3 og Sognstún 2 og 4.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs með fyrirvara um samþykki næstu nágranna og samþykki Heilbrigðiseftirlist Norðurlands eystra.
  • 6.10 202008050 Umsókn um lóð
    Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 10:55
    Með innsendu erindi dags. 24. ágúst 2020 óskar Birkir Magnússon eftir lóðunum nr. 9c og 9d að Hamri.
    Umhverfisráð - 340 Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðnar lóðir.
    Gatnagerðagjöld leggjast á lóðirnar þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðunum nr. 9c og 9d að Hamri.
  • Með innsendu erindi dags. 30. ágúst 2020 óskar Jón Albert Oliversson eftir lóðinni Hamar 9b samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 340 Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðnar lóðir.
    Gatnagerðagjöld leggjast á lóðina þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóinni Hamar 9b.

7.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2020, fundur stjórnar nr. 22.

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls.

Fundargerð stjórnar Dalbæjar nr. 23 frá 23.06.2020 lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2020, fundur stjórnar nr. 54.

Málsnúmer 202007043Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls.
Fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses nr. 54 frá 21. ágúst s.l. lögð fram til kynningar.

9.Frá 953. fundi byggðaráðs þann 03.09.2020; Viðauki; Tímabundin ráðning á umhverfis- og tæknisvið

Málsnúmer 202009001Vakta málsnúmer



Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 samþykkti byggðaráð viðauka nr. 27 samkvæmt beiðni frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs við fjárhagsáætlun 2020, deild 09210 vegna tímabundinnar ráðningar á umhverfis- og tæknisvið. Viðaukabeiðnin er vegna launa og er að upphæð kr. 2.511.954 og byggðaráð lagði til að henni yrði mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir ofangreint með 6 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni og viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 2.511.954 við deild 09210 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Þórhalla Karlsdóttir greiðir atkvæði á móti.

10.Frá 954. fundi byggðaráðs þann 10.09.2020; Viðauki; Niðurgreiðsla skólagjalda við Tónlistarskólann á Akureyri

Málsnúmer 202007034Vakta málsnúmer


Á 954. fundi byggðaráðs þann 10. september s.l. samþykkti byggðaráð viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, viðauki nr. 28 að upphæð kr. 353.820 við fjárhagsáætlun 2020, deild 04530, lykill 4380. Um er að ræða viðauka vegna skólagjalda nemenda utan lögheimilis við Tónlistarskólann á Akureyri. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 353.820. liður 04530-4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 954. fundi byggðaráðs þann 10.09.2020; Viðauki; Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðaráðs þann 10. september 2020 samþykkti byggðaráð viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 12.000.000, liður 10600-4949, samkvæmt viðaukabeiðni frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs vegna snjómoksturs það sem eftir lifir árs. Lagt er til að viðaukabeiðninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 12.000.000 við lið 10600-4949 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; tillaga að fjárhagsramma 2021

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðaráðs þann 10. september s.l. var tekin til umfjöllunar tillaga að fjárhagsramma 2021 og samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um þarfagreiningu starfa og launaáætlanir.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021 með fyrirvara um þarfagreiningu starfa og launaáætlanir.

13.Frá 340. fundi Umhverfisráðs þann 04.09.2020; Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Á 340. fundi umhverfisráðs þann 4. september 2020 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu. Umhverfisráð gerði ekki athugasemd við drögin og samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að kynna þau íbúum sveitarfélagsins sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um kynningu á drögum að deiliskipulagi fólksvangs í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu.

14.Frá 340. fundi Umhverfisráðs þann 04.09.2020; Endurskoðun aðalskipulags - skipulagslýsing 2020-2035

Málsnúmer 201911053Vakta málsnúmer

Á 340. fundi umhverfisráðs þann 4. september s.l. var til umfjöllunar erindi dags. 18. ágúst 2020 frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað var eftir umsögn Dalvíkurbyggðar á vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 Umhverfisráð gerði ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar drög að vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

15.Sveitarstjórn - 326, frá 16.06.2020

Málsnúmer 2005014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:48.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs