Byggðaráð

957. fundur 08. október 2020 kl. 13:00 - 15:17 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Selárland- kaupsamningur / afsal

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:15.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn kl. 13:30 í gegnum fjarfund.

Á 956. fundi byggðaráðs þann 24. september s.l. var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu hvað varðar áformuð kaup Dalvíkurbyggðar á jörðinni Selá sem er í eigu ríkisins. Byggðaráð óskaði eftir að málið yrði meðal annars skoðað út frá síðustu málsgreininni í svarbréfi ráðuneytisins, dagsett þann 17.09.2020, út frá hagsmunum sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri, Börkur Þór og Þorsteinn gerður grein fyrir símafundi sem þau áttu með fulltrúum ráðuneytisins þann 5. október s.l.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:35.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi / afsali um jörðina Selá samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá fjármála - og efnhagsráðuneytinu. Kaupsamningurinn fari síðan til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; byrjun á yfirferð

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Skiladagur stjórnenda á tillögum á starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 var þriðjudaginn 6. október s.l.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu starfsáætlanir og ýmis önnur vinnugögn vegna byrjunar á yfirferð byggðaráðs.

Til umræðu næstu fundir byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunar og kynningar sviðsstjóra á tillögum fagsviða og fagráða.

Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að fundum byggðaráðs með sviðsstjórum í næstu viku þar sem farið verður yfir tillögur fagráða og stjórnenda.

3.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020;

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 06. október s.l.

Útfærsla á fyrirkomulagi styttingar vinnuviku á Söfnum og Skrifstofum Dalvíkurbyggðar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses; Fundaþóknun til fulltrúa Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráði.

Málsnúmer 202008011Vakta málsnúmer

Á 951. fundi byggðaráðs þann 20. ágúst 2020 voru tilnefndir fulltrúar frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

Taka þarf ákvörðun um þóknun vegna fundasetu og hvar hún vistast hjá Dalvíkurbyggð.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þóknun fulltrúa Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráðinu fylgi fundaþóknun fyrir setu í ráðum og nefndum almennt fyrir Dalvíkurbyggð.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður vegna fundarsetu bókist á deild 02500; sameiginlegur kostnaður undir málaflokknum félagsþjónusta, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

5.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; beiðni um viðauka; Tónlistarnám fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202009138Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna greiðslu til Tónlistarskólans á Akureyri vegna umsóknar nemenda sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggðar.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 196.547 við fjárhagsáætlun 2020 en kostnaður sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2020/2021 yrði kr. 393.904. Fram kemur að hluti af þessum kostnaði kemur til baka frá Jöfnunarsjóði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 04530 og lykil 4380 að upphæð kr. 196.547, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2020, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202010023Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra; Fundargerðir HNE 2020, 213. - 2015. og fjárhagsáætlun HNE 2021

Málsnúmer 202009117Vakta málsnúmer

Teknar til kynningar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra nr. 213. - nr. 215 og fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2021 sem samþyktk vará fundi þann 8. september s.l.

Lagt fram til kynningar og byggðaráð vísar ofangreindu til umhverfisráðs.

9.Frá stjórn Dalbæjar; Ársreikningur 2019

Málsnúmer 202009127Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 og ársreikningur Gjafasjóðs fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá SSNE; Fréttir

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE frá september 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá SSNE; 13. fundur stjórnar.

Málsnúmer 202006043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 13. fundur stjórnar SSNE frá 16. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá SÍmey; Ársfundur 2020, ársreikningur og ársskýrsla 2019

Málsnúmer 202009065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjaraðr, rafpóstur dagsettur þann 1. október 2020, þar sem boðað er til ársfundur miðvikudaginn 14. október 2020. Fundurinn verður rafrænn í TEAMS.

Með fundarboði fylgir ársskýrsla 2019, ársreikningur 2019 og skipulagsskrá frá maí 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sitja fundinn fyrir hönd Dalvikurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 15:17.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs