Menningarráð

80. fundur 22. september 2020 kl. 10:00 - 12:38 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Björk Hólm Þorsteinsdóttir

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir fór yfir drög að starfs - og fjárhagsáætlun safna í Dalvíkurbyggð fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

2.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna fór yfir sex mánaða stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar

3.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu breytingar með ritun á fundargerðum og endurskoðun á erindisbréfi menningarráðs.
Lagt fram til kynningar

4.Endurskoðun á Menningarstefnu

Málsnúmer 201909050Vakta málsnúmer

Katrín Sif Ingvadóttir formaður menningarráðs fór yfir hugmyndir er varða endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar sem þarf að endurskoða á hverju kjörtímabili.
Menningarráð leggur til að vinna við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar fari fram á næsta fjárhagsári 2021.

5.Viðmið -og verklagsreglur um nýkaup verka og viðhald á listaverkasafni

Málsnúmer 202009101Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram minnisblað dags. 16.09.2020 er varðar viðmið - og verklagsreglur um nýkaup listaverka og viðhald á listaverkasafni.
Menningarráð leggur til að viðmið - og verklagsreglur um nýkaup verka og viðhald á listaverkasafni verði sett mjög skýrt fram inn í nýja endurskoðaða menningarstefnu Dalvíkurbyggðar.

6.Gjaldskrár fræðslu - og menningarsviðs 2021

Málsnúmer 202009098Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir fór yfir tillögu að gjaldskrá safna í Dalvíkurbyggð fyrir fjárhagsárið 2021.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum gjaldskrá fyrir málaflokk 05 fyrir fjárhagsárið 2021.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:40

7.Fjárhagsáætlun 2021; salernisaðstaða í Ungó

Málsnúmer 202009071Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir rafpóstur frá Leikfélagi Dalvíkur dags.07. september 2020. Þar sem þau óska eftir framkvæmdum og/eða viðbótum við salernisaðstöðu við aðalinngang í Ungó, sem þau deila með kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi ehf.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs og sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs dags. 16.09.2020.
Menningarráð telur að það sé bráð nauðsynlegt að fara í endurbætur á salernisaðstöðu í Ungó og vísar minnisblaði sviðsstjóra fræðslu - og menningarmála til umfjöllunar í byggðarráði.

8.Fjárhagsáætlun 2021; Ungó og ýmis umhverfismál

Málsnúmer 202009072Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir rafpóstur frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dags.07. september 2020.
1.Undirrituð leggur til að farið verði í (eða gefið leyfi fyrir) að hallandi gólf verði fjarlægt úr Ungó.
2.Undirrituð finnst löngu tímabært að farið verði í úrbætur á snyrtingum fyrir gesti í Ungó.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs og sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs dags. 16.09.2020.
1. Menningarráð telur kosti og galla við þessa framkvæmd og leggur áherslu á að málið verði unnið með hagsmunaðilum. Máli vísað til stjórnar Eignarsjóðs Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar þar sem þarf að velta fyrir sér nýtingarmöguleikum á húsnæði til framtíðar.

2. Menningarráð telur nauðsynlegt að fara í endurbætur á salernisaðstöðu í Ungó og vísar minnisblaði frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs til umfjöllunar í byggðarráði Dalvíkurbyggðar.
Valdemar Þór Viðarsson vék af fundi kl. 12:05.

9.Fjárhagsáætlun 2021; beiðni um aukið fjármagn

Málsnúmer 202009075Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir rafpóstur frá Júlíusi Júlíusarsyni forsvarsmanni Fiskidagsins mikla dags. 08. september 2020. Þar sem undirritaður óskar eftir auknu fjárframlagi vegna 20 ára afmæli Fiskidagsins mikla.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 16.09.2020.

Valdemar Þór Viðarsson vék af fundi kl. 12:05.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs að auka styrk til Fiskidagsins mikla deild 05710 á lykli 9145 úr 5.500.000 í 6.300.000 kr. vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins mikla. Þessi viðbótar styrkur gildir eingöngu fjárhagsárið 2021. Til að mæta þeim kostnaði er lagt til að á næsta fjárhagsári lækki fjárhagsstyrkur hjá Styrkur og framlög deild 05810 á lykli 9145 Rekstrarstyrkir til Félagasamtaka og velferðastofnana úr 3.547.554 kr. í 2.747.554. kr.

10.Frá Dalvíkurkirkju vegna fjárhagsáætlunar 2021

Málsnúmer 202006119Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkurbyggðar dags. 29.06.2020. Undirritaður f.h. sóknanefndar óskar eftir fjárstyrk fjárhagsárið 2021, með niðurfellingu fasteignagjalda, eins og undanfarin ár.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 16.09.2020.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum að Sóknarnefnd Dalvíkursóknar fái fjárstyrk sem er 170.000 kr. á fjárhagsárinu 2021 til að mæta kostnaði á fasteignagjöldum Dalvíkurkirkju og vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Fundi slitið - kl. 12:38.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs