Byggðaráð

949. fundur 09. júlí 2020 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður, kom inn á fundinn kl. 13:26 í gegnum síma.

Börkur Þór gerði grein fyrir fundi þann 7. júlí s.l. með verktökum og hönnuði hvað varðar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson kom inn á fundinn kl. 13:26 í gegnum síma.

Til umræðu ofangreint.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:00.

Börkur vék af fundi kl. 14:14.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma umfjöllun byggðaráðs áfram.

2.Frá Kvennaathvarfinu; Styrkbeiðni vegna opnunar kvennaathvarfs á Norðurlandi

Málsnúmer 202006111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu, dagsett þann 16. júní 2020, þar sem sótt er um styrk til sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna opnunar kvennaathvarfs, alls 2,5 milljónir króna til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins á tilraunatímanum.

Rekstur athvarfsins verður á ábyrgð Samtaka um kvennaathvarf en verður samvinnuverkefni samtakanna, Bjarmahlíðar, Aflsins, Félagsmálaráðuneytis, Dómsmálráðuneytis og Akureyrarbæjar auk þess sem treyst er á að önnur sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í verkefninu með okkur.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 er gert ráð fyrir á deild 02800 styrkjum að upphæð kr. 200.000, þar af kr. 100.000 styrk til Aflsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð setji styrk í verkefnið ef öll sveitarfélögin á svæðinu taki þátt og að þátttaka með styrk verði til dæmis í hlutfalli við íbúafjölda.

3.Frá Sveitarfélaginu Skagafjörður; Opinber störf á landsbyggðinni

Málsnúmer 202006121Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 30. júní 2020 frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem kynnt er bókun byggðaráðs um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki og hvetur byggðaráðið stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögunum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skorar á stjórnvöld að efla og fjölga störfum á landsbyggðinni.

4.Lokun fangelsins á Akureyri

Málsnúmer 202007044Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Akureyri, rafpóstur dagsettur þann 8. júlí 2020, þar sem upplýst er um bókun bæjarstjórnar Akureyrar hvað varðar ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri:

"Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri án nokkurs samráðs við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitarstjórnir á svæðinu. Yfirlýst stefna stjórnvalda hefur verið að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni og því skýtur það skökku við að fangelsismálayfirvöld taki einhliða og án nokkurs fyrirvara ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri og leggja þar með niður 5 störf í bænum. Bæjarstjórn krefst þess að stjórnvöld grípi tafarlaust í taumana og ógildi þessa ákvörðun.



Bent skal á að samlegðaráhrif í starfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra og fangelsisins á Akureyri eru og hafa um áratugaskeið verið afar mikil. Fram til þessa hafa fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar einnig sinnt föngum sem gista fangageymslur lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. Ef ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri verður ekki afturkölluð, þurfa frá og með næstu mánaðamótum að jafnaði tveir af fimm lögreglumönnum á vakt að sinna fangavörslu flesta daga ársins. Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar. Lögreglan á Akureyri hefur einnig með höndum eftirlit og útkallslöggæslu á Grenivík, Svalbarðseyri, í Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitum og þjóðvegum þar í kring. Vandséð er hvernig þrír lögreglumenn geta sinnt allri slíkri löggæslu í umdæminu.



Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja 5 störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á svo stóru svæði landsins í algjört uppnám."


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka eindregið undir ofangreinda bókun bæjarstjórnar Akureyrar og senda bréf á forstjóra Fangelsissmálastofnunar og dómsmálaráðherra.

5.Frá Golfklúbbnum Hamar; Golfvöllur í kirkjubrekkunni

Málsnúmer 202007038Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 14:30 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar dagsett þann 7. júlí 2020, þar sem óskað er eftir að fá að vera með nokkrar brautir í kirkjubrekkunni, þar sem félagið var áður, þannig að krakkar og aðrir geti leikið sér. Fram kemur að svæðið fyrir ofan kirkjuna, sem hefur verið notað síðustu ár, var ekkert hirt í fyrrasumar og óbreytt fyrirkomulag verði þar á í sumar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila Golfklúbbnum Hamar að vera með nokkrar brautir í kirkjubrekkunni til reynslu í sumar og að fyrirkomulagið sé með þeim hætti að tekið sé tillit til að svæðið er innan íbúðabyggðar. Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904034Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:39.

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu; Laxeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 202005036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá 9. júní 2020 frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn eigi síðar en 9. júlí n.k. varðandi mögulegt fiskeldi í Eyjafirði. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008 getur ráðherra að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Nú er í gildi auglýsing nr. 460/2004 um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er lýst óheimilt á tilteknum svæðum og er Eyjafjörður ekki meðal þeirra svæða sem þar eru tilgreind. Hér með er leitað umsagnar Dalvíkurbyggðar um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíkum í Eyjafirði innan línu sem dregin verði frá Siglunesi að Bjarnarfjalli.

Til umfjöllunar frá sveitarstjóra drög að umsögn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn Dalvíkurbyggðar.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur með fjárhagsáætlun 2021-2024

Málsnúmer 202007037Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. júlí 2020 þar kynnt er minnisblað Sambandsins um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 948. fundi byggðaráðs þann 25. júní s.l. var til umræðu fjárhagsrammar og forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og 3ja ára fjárhgsáætlunar.

Til umræðu fyrstu drög að forsendum með fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021-2024 en Hagstofa Íslands gaf út endurskoðaða Þjóðhagsspá til áranna 2020 til 2025 þann 26. júní s.l.

Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að forsendum með fjárhagsáætlun.

10.Atvinnumála- og kynningarráð - 55, frá 19.06.2020

Málsnúmer 2006008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 einum lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 339, frá 03.07.2020.

Málsnúmer 2006009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og þarfnast liðir 2. - 8. staðfestingar.
1. liður er lagður fram til kynningar.
  • Til umræðu fyrirhugaðar gangbrautir á þjóðveginum gegnum Dalvík og gönguleiðir að hafnarsvæði. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð leggur til að upplýstar gangbrautir verði settar sunnan við gatnamót Karlsrauðatorgs og Hafnarbrautar og norðan við gatnamót Hafnarbrautar og Hafnartorgs.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 15. júní 2020 óskar Eygló Björnsdóttir eftir að veglslóðanum að gömlu bryggjunni á Hauganesi verði lokað fyrir umferð. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð leggur til að sett verði upp lokun á vegslóðann að gömlu bryggjunni á Hauganesi samkvæmt tillögum bréfritara.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi óskar eigandi íbúðar 0101 við Hafnarbraut 14 eftir leyfi til breytinga á gluggum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 06. maí 2020 sækir Efla verkfræðistofa um byggingarleyfi vegna viðbygginga við fráveitudælustöð að Sjávarbraut 4, Dalvík. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 30. júní 2020 óskar Efla verkfræðistofa eftir heimild Dalvíkurbyggðar til deiliskipulagsgerðar í landi Kóngsstaða í Skíðadal. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • 11.7 202007005 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 30. júní 2020 óskar Svavar Örn Sigurðsson eftir lóðinni við Ægisgötu 19A á Árskógssandi. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna lóð.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Ægisgötu 19A á Árskógssandi.
  • Með innsendu erindi óska eigendur að Ytra-Garðshorni eftir leyfi til skógræktar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 339 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

12.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2020

Málsnúmer 202007043Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:30 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggða hses frá 8. júlí 2020.
Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl.15:35. og tók við fundarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs