Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 31. fundur - 12.02.2025

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18.febrúar sl. var samþykkt að kynna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir stækkun íbúðarsvæðis 706-ÍB á Árskógssandi.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18.febrúar sl. var samþykkt að kynna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir stækkun íbúðarsvæðis 706-ÍB á Árskógssandi.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið, þ.e. lagt er til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæðum 706-ÍB og 707-ÍB, auk þess sem þéttbýlismörk eru útvíkkuð þannig að núverandi byggð sunnan Aðalbrautar verði öll innan þéttbýlismarka og íbúðarsvæðis.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæðum 706-ÍB og 707-ÍB, auk þess sem þéttbýlismörk eru útvíkkuð þannig að núverandi byggð sunnan Aðalbrautar verði öll innan þéttbýlismarka og íbúðarsvæðis.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæðum 706-ÍB og 707-ÍB, auk þess sem þéttbýlismörk eru útvíkkuð þannig að núverandi byggð sunnan Aðalbrautar verði öll innan þéttbýlismarka og íbúðarsvæðis.

Skipulagsráð - 36. fundur - 12.08.2025

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Mílu, Hörgársveit og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að aðalskipulagsbreytingu með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Mílu, Hörgársveit og Minjastofnun Íslands.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að aðalskipulagsbreytingu með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010