Tekið fyrir erindi frá Ingimari Guðmundssyni, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerðar verði upphitaðar tröppur niður að Dalvíkurvelli með vísan í að íbúar í sveitarfélaginu geta nýtt sér upphitaðan stíg í kringum vallarsvæðið sér til heilsueflingar.
Byggðaráð samþykkir á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl.að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskaði eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.
Íþrótta - og æskulýðsráð tók erindið fyrir á 176. fundi sínum þann 26. ágúst sl. og fól íþróttafulltrúa að taka þetta mál inn í heildaráætlun um frágang á vallarsvæði í samráði við UMFS.