Fjárhagsáætlun 2026; Frá Ferðafélagi Svarfdæla; ábendingar varðandi umhverfi og náttúru

Málsnúmer 202508048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett þann 11. ágúst og móttekið 17. ágúst sl., þar sem fram koma ýmsar ábendingar stjórnar er varða ýmsa þætti umhverfis og náttúru í Dalvíkurbyggð, ferðaþjónustu, samgöngur, gönguleiðir, stíga, menningarminjar o.fl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi, eftir því sem við á, til umhverfis- og dreifbýlisráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs, menningarráðs, skipulagsráðs, byggðaráðs, stjórnenda á Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa, í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum í samráði við starfsmenn.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Stjórn Ferðafélags Svarfdæla telur mikilvægt að hugað verði að ýmsum þáttum varðandi umhverfi og náttúru í Dalvíkurbyggð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029.
Íþrótta - og æskulýðsráð þakkar fyrir erindið og óska eftir að forsvarsmenn Ferðafélags Svarfdæla komi inn á næsta fund hjá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 177. fundur - 09.09.2025

Júlíus Magnússon, fulltrúi Ferðafélags kom inn á fund kl. 10:00
Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla dags. 11.08.2025.
Íþrótta - og æskulýðsráð þakkar Júlíusi Magnússyni fyrir góða kynningu. Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir forgangsröðun og kostnaðarmati á þeim verkefnum sem snúa að íþrótta - og æskulýðsmálum.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Lagt fram erindi Ferðafélags Svarfdæla, dags. 11.ágúst 2025, þar sem lagðar eru fram tillögur að verkefnum í tengslum við umhverfi og náttúru í Dalvíkurbyggð og bent á mikilvægi þess að hafa slík verkefni í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 110. fundur - 12.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla dags. 17.08.2026.
Menningarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu inn í vinnu við fjárhagsáætlun 2026.

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Lagt fram erindi Ferðafélags Svarfdæla, dags. 11.ágúst 2025, þar sem lagðar eru fram tillögur að verkefnum í tengslum við umhverfi og náttúru í Dalvíkurbyggð og bent á mikilvægi þess að hafa slík verkefni í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029.

Fagráð Dalvíkurbyggðar hafa tekið erindið til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa afgreiðslu fagráða til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 180. fundur - 04.11.2025

Íþrótta- og æskulýðsráð vísar málinu til umhverfisráðs. Íþróttafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir er varðar styrk vegna miðvikudagsgangna í tenglsum við verkefnið heilsueflandi Dalvíkurbyggð.