Fjárhagsáætlun 2026; Frá Gittu Unn Ármannsdóttur; Útrýming á ágengum plöntum

Málsnúmer 202508049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerð verði áætlun um eyðingu kerfills meðfram þjóðvegi í sveitarfélaginu sem og gerð áætlun um eyðingu lúpínu á ákveðnum svæðum, s.s. í nánasta umhverfi Árskógarskóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerð verði áætlun um eyðingu kerfils meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu sem og að unnin verði áætlun um eyðingu lúpínu á ákveðnum svæðum, s.s. í nánasta umhverfi Árskógarskóla.
Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskaði eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að eyðing á óæskilegum gróðri meðfram þjóðvegum heyri undir Vegagerðina. Ráðið leggur til að eyðing á lúpínu og kerfli í landi sveitarfélagsins verði vísað til þriggja ára áætlunar. Deildarstjóra er falið að vinna áætlun þar sem listuð eru upp helstu áherslusvæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.