Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Vinnuskóli 2026 - Skipulag starfsemi og launataxti

Málsnúmer 202508056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 20. ágúst sl., er varðar undirbúning fyrir starfsemi Vinnuskólans 2026.

Fram kemur að 17 ára ungmennum verður áfram að boðið að sækja um starf í Vinnuskólanum. Varðandi laun 17 ára starfsmanna þá er það samkvæmt samkomulagi við viðkomandi stéttarfélag skv. kjarasamningi.
Lagt er upp með að lengja starfstíma Vinnuskólans þannig að öllum starfsmönnum verði boðið upp á að fá fleiri vinnudaga en ekki eingöngu þeim elstu.
Gert er grein fyrir þeim forsendum sem eru að baki launaáætlun 2026 hvað varðar magntölur - þ.e. áætlaður fjöldi starfsmanna í hverjum árgangi.

Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar leggur til að launataxti starfsmanna Vinnuskólans hækki um 5% frá árinu 2025 en launataxtar hafa ekki verið hækkaðir á milli ára undanfarin tvö ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum hækkun launataxta starfsmanna (nemenda) Vinnuskólans 2026 um 4,2% frá árinu 2025.
Að öðru leiti er minnisblaðinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2026.