Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framlaga Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 202508066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 19. ágúst sl., þar sem lagt er til að lækka áætlun framlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í samræmi við nýjustu upplýsingar á vef Jöfnunarsjóðs. Um er að ræða kr. 45.388.934 vegna Málefna fatlaðra og kr. 862.482 vegna annarra framlaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 46.251.416 þannig að liður 00100-0151 lækki um kr. 45.388.934 og liður 00100-0190 lækki um kr. 862.482. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.