Fjárhagsáætlun 2026; Frá Dalvíkurkirkju; Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda á kirkjur í Dalvíkurbygggð

Málsnúmer 202507029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 12. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk á móti fasteignagjöldum fyrir árið 2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

Menningarráð - 110. fundur - 12.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Gunnsteini Þorgilssyni, formanni sóknarnefndar dags. 12.07.2025. Þar sem óskað er eftir styrk til niðurfellingar á fasteignagjöldum fyrir fjárhagsárið 2026.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum greiða niður fasteignagjöld um 190.000 kr.