Skáldalækur ytri - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundalóðir

Málsnúmer 202401038

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 16. fundur - 10.01.2024

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á frístundasvæði í landi Skáldalækjar ytri.
Er nú lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun frístundasvæðis 660-F til suðurs fyrir þrjár nýjar frístundalóðir ásamt því að afmörkun svæðisins er aðlöguð að deiliskipulagsmörkum aðliggjandi lóða.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Skipulagsráð óskar eftir tillögum að götuheiti frá landeigendum.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á frístundasvæði í landi Skáldalækjar ytri. Er nú lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun frístundasvæðis 660-F til suðurs fyrir þrjár nýjar frístundalóðir ásamt því að afmörkun svæðisins er aðlöguð að deiliskipulagsmörkum aðliggjandi lóða. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsráð óskar eftir tillögum að götuheiti frá landeigendum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða þá tillögu skipulagsráðs að óska eftir tillögum að götuheiti frá landeigendum.