Fjárhagsáætlun 2026; Frá Golfklúbbnum Hamar; Beiðni um stuðning vegna umbótum á velli og aðstöðu

Málsnúmer 202508050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 12. ágúst sl., þar sem óskar er eftir áframhaldandi styrk vegna umbóta á golfvellinum og aðstöðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Golfklúbburinn Hamar óskar eftir stuðningi vegna umbóta á golfvelli félagsins og aðstöðu við völlinn í tengslum við fjárhagsáætlunargerð árið 2026.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar erindið. Ráðið felur íþróttafulltrúa að afla nánari upplýsinga um áætlaðar framkvæmdir og viðhald á vellinum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 177. fundur - 09.09.2025

Tekið fyrir erindi frá GHD dags. 12.08.2025 - Beiðni um stuðning vegna umbóta á velli og aðstöðu.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum og fylgja þriggja ára áætlun og veita GHD 5.000.000 kr.styrk til framkvæmda og vísar málinu til vinnslu í fjárhagsáætlun 2026.