Fjárhagsáætlun 2026; Frá Gittu Unn Ármannsdóttur o.fl.; Hjólastígur

Málsnúmer 202508065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Andersson, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem fram kemur ánægja með lagningu hjólreiðarstíg. Komið er á framfæri þeirri hugmynd meðal íbúa sunnan Árskógarskóla að með því að annað hvort setja fínni möl ofan á eða fara yfir með grjótmulningsvél væri hægt að hjóla á stígnum strax á þessu ári, þó svo að hann verði fullkláraður síðar samkvæmt áætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs og skipulagsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samdræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Andersson, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem fram kemur ánægja með lagningu hjólreiðarstígs. Komið er á framfæri þeirri hugmynd meðal íbúa sunnan Árskógarskóla að með því að annað hvort setja fínni möl ofan á eða fara yfir með grjótmulningsvél væri hægt að hjóla á stígnum strax á þessu ári, þó svo að hann verði fullkláraður síðar samkvæmt áætlun.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs og skipulagsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskaði eftir að fá fullmótaða og samdræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.
Göngu- og hjólastígur á þessu svæði er á áætlun næstu ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Á fundi byggðaráðs þann 21.ágúst sl. var tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Andersson, þar sem komið er á framfæri þeirri hugmynd að með því að setja fínna yfirlag yfir fyrirhugaðan göngu- og hjólastíg meðfram Dalvíkurlínu 2 verði hægt að hjóla á stígnum strax á þessu ári, þó svo að hann verði fullkláraður síðar samkvæmt áætlun.
Byggðaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
Lagt fram til kynningar.