Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar, kl. 13:15.
Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Rúna Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur í mannauðs - og kjaramálum, kl. 13:15.
Starfs- og kjaranefnd Dalvíkurbyggðar vísaði til byggðaráðs erindi frá deildarstjóra varðandi þarfagreiningu tveggja starfa á deildinni og beiðni um annað starfið verði auglýst með því markmiði að finna starfsmann sem myndi sjá um skipulagningu og utanumhald með starfi Vinnuskólans og koma að viðhaldi opinna svæða auk hefðbundinna starfa á deildinni. Hæfnis- og þekkingarkröfur yrðu því aðrar en fyrir almenna starfið, sbr. meðfylgjandi minnisblað deildarstjóra dagsett þann 28. júlí sl. Um er að ræða annars vegar fast starf sem er laust til umsóknar og hins vegar starf sem var ráðið í tímabundið skv. heimild í fjárhagsáætlun 2025. Einnig eru meðfylgjandi drög að starfslýsingum fyrir störfin.
Deildarstjóri gerði grein fyrir ofangreindri beiðni.
Helga Íris og Rúna Kristín viku af fundi kl. 13:57.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda ósk deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að auglýst verði í starf starfsmanns Eigna- og framkvæmdadeildar með breyttum áherslum skv. fyrirliggjandi drögum að starfslýsingu. Á móti verði ekki gert ráð fyrir ráðningu almennra sumarstarfsmanna.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga á fjárhagslegum áhrifum á næsta fund byggðaráðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um fjárhagsleg áhrif. Áætluð niðurstaða er að launakostnaður er um 1,0 m.kr. lægri við þessar breytingar.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga á fjárhagslegum áhrifum á næsta fund byggðaráðs.