Aðveitustöð Hríshöfða - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202507043

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 36. fundur - 12.08.2025

Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem iðnaðarlóð undir spennahús Rarik við Hríshöfða er stækkuð úr 0,2 ha í 0,9 ha til samræmis við gildandi lóðarleigusamning.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem iðnaðarlóð undir spennahús Rarik við Hríshöfða er stækkuð úr 0,2 ha í 0,9 ha til samræmis við gildandi lóðarleigusamning.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið um stækkun iðnaðarlóðar undir spennahús Rarik við Hríshöfða. Að mati byggðaráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.