Umsókn um leyfi til að koma upp beitarhólfi fyrir hross við Brimnesá.

Málsnúmer 202508040

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34. fundur - 15.08.2025

Með rafpósti, dagsettum 13. ágúst 2025, óskar Arnar Valur Kristinsson eftir leyfi til þess að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi með fyrirvara um samþykki íbúa í Brimnesbraut 21, 23, 27, 29 og 31.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með rafpósti, dagsettum 13. ágúst 2025, óskar Arnar Valur Kristinsson eftir leyfi til þess að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi með fyrirvara um samþykki íbúa í Brimnesbraut 21, 23, 27, 29 og 31.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um leyfi til að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar með þeim fyrirvara sem fram kemur um samþykki íbúa í Brimnesbraut.