Skipulagsráð - 36; frá 12.08.2025

Málsnúmer 2508003F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Fundargerðin er í 36 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202402088.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202303040.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202402087
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202301077.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202507043.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202401038.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýrrar íbúðabyggðar við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að endanlegri skipulagstillögu í samráði við skipulagshönnuð og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að endanlegri skipulagstillögu í samráði við skipulagshönnuð á næsta fundi ráðsins.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Mílu, Hörgársveit og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að aðalskipulagsbreytingu með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir nýja íbúðabyggð á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að deiliskipulagi með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarbyggðar og nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 11.ágúst sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík vegna áforma um fjölgun byggingarlóða og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 11.ágúst sl.
    Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Rarik, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiðseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með breytingu skv. umsögn Vegagerðarinnar og jafnframt þeirri breytingu að ný gata til norðurs frá Skógarhólum fái heitið Birkihólar í samræmi við innkomnar ábendingar. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem iðnaðarlóð undir spennahús Rarik við Hríshöfða er stækkuð úr 0,2 ha í 0,9 ha til samræmis við gildandi lóðarleigusamning. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu landeldisstöðvar norðan Hauganess lauk þann 23.júlí sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Landsneti, Fjallabyggð, Slökkviliði Dalvíkur, Vegagerðinni, Umhverfis- og orkustofnun, Rarik og Matvælastofnun.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að skipulagstillögu á vinnslustigi í samráði við skipulagshönnuð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir uppbyggingu landeldisstöðvar norðan Hauganess lauk þann 23.júlí sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Vegagerðinni.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að skipulagstillögu á vinnslustigi í samráði við skipulagshönnuð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Rætt um næstu skref í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir íbúðarhverfis sunnan Dalvíkur. Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að endanlegri deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagshönnuði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 9.júlí 2025 þar sem Kjartan Gústafsson sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Birnuness. Fyrirhugað er að skipuleggja 8 lóðir sem hver um sig verður 1 ha að stærð. Skipulagsráð - 36 Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja gögn um áformin.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 8.ágúst 2025 þar sem Trausti Þór Sigurðsson sækir um stækkun lóðar nr. 3 við Aðalgötu á Hauganesi. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð til samræmis við gildandi deiliskipulag.
    Fyrir liggur samþykki framkvæmdasviðs við erindinu.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á deiliskipulagi til samræmis við endanlega uppmælingu lóðarinnar.
    Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
    Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Mólands og Aðalgötu 1 og 5.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 27.júní 2025 þar sem gerð er athugasemd við málsmeðferð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Skáldalækjar ytri. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst á nýjan leik skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við tilmæli Skipulagsstofnunar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 22.maí 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um heimild til þess að nota sprengiefni í borholu undir sjávarbotni á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
    Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6.júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi álit óháðs aðila á hugsanlegum áhrifum af norkun sprengiefnis.
    Nú liggur fyrir umsögn Eflu verkfræðistofu og veitustjóra Dalvíkurbyggðar.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
    Lóðarhafar á Hauganesi skulu upplýstir um framkvæmdina.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 8.ágúst 2025 þar sem Bergur Þór Þórðarson f.h. Orkufjarskipta sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um 370 m leið í landi Stærri Árskógs.
    Meðfylgjandi er afstöðumynd ásamt greinargerð og samþykki landeiganda og Vegagerðarinnar.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 30.apríl 2025 þar sem Ragnar Þór Georgsson sækir um frístundalóð nr. 13 í landi Hamars. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 26.maí 2025 þar sem Reynir Lárusson sækir um frístundalóð nr. 9E við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Jón Þór Arngrímsson sækir um frístundalóð nr. 1D við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Arngrímur Jónsson sækir um frístundalóð nr. 1D við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Ingi Þór Arngrímsson sækir um frístundalóð nr. 1D við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 1.ágúst 2025 þar sem María Pálsdóttir f.h. Hælisins ehf. sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir sánuvagn dagana 18.-20.ágúst nk.
    Fyrirhuguð staðsetning er í flæðarmálinu við Sandskeið á Dalvík.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 9.júní 2025 þar sem Ívar Örn Vignisson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 ft gám við Sandskeið.
    Meðfylgjandi er afstöðumynd.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Hartmann Kristjánsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sandskeið. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 28.júlí 2025 þar sem Hjálmar Randversson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sandskeið. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 20.júlí 2025 þar sem Ingvar Kristinsson sækir um leyfi fyrir byggingu garðskúrs á lóð nr. 13 við Kirkjuveg. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið með vísan í kafla 3.3.3 í greinargerð með deiliskipulagi svæðisins. Þar segir að heimilt sé að reisa óupphitað smáhýsi undir 15 m2 fyrir hverja íbúð innan lóðar og er staðsetning heimil utan byggingarreits.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
  • Erindi dagsett 13.júlí 2025 þar sem Ólafur Sigurðsson sækir um leyfi til byggingar bílgeymslu á lóð nr. 11 við Öldugötu á Árskógssandi.
    Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Öldugötu 6, 7, 8 og 9.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 3.júlí 2025 þar sem Vignir Sveinsson sækir um heimild til byggingar smáhýsis á jörðinni Kvíalæk. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
  • Lagt fram á nýjan leik erindi hestamannafélagsins Hrings dags. 16.mars 2025 þar sem skorað er á Dalvíkurbyggð að fyrirhugaður göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu 2 verði jafnframt skilgreindur sem reiðvegur. Afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við stígahönnuð og Vegagerðina um erindið. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð hafnar erindinu.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Þorleifur Kristinn Karlsson sækir um að lagður verði reiðstígur meðfram heimreið upp að Svæði. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Skipulagsráð - 36 Erindinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 7.ágúst 2025 þar sem Sigríður Dóra Friðjónsdóttir sækir um stækkun bílastæðis á lóð nr. 8 við Goðabraut.
    Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem það er í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtök úr kantsteini.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Lagt fram minnisblað, unnið af KPMG, varðandi forsendur fyrir gjaldtöku fyrir frístundalóðir í landi Dalvíkurbyggðar, ásamt drögum að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
    Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
    Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.

  • Erindi dagsett 12.júní 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

  • .33 202506018 Skipulag skógræktar
    Erindi dagsett 4.júní 2025 þar sem Vinir íslenskrar náttúru vekja athygli sveitarfélaga á Íslandi á áhrifum stórfelldrar skógræktar á landslag og vistkerfi og mikilvægi skipulagsvinnu í tengslum við skógrækt. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar erindi Samgöngufélagsins, dags. 7.júlí 2025, til Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Húnabyggðar, varðandi Vindheimaleið og Húnavallaleið. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 17.fundar, dags. 20.maí 2025. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar dags. 26. júní 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.