Fjárhagsáætlun 2026; Frá UMFS; fjármögnun starfsmanns

Málsnúmer 202508068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild Ungmennafélags Svarfdæla og Barna- og unglingaráði, dagsett þann 19. ágúst sl., þar sem knattspyrnudeildin óskar eftir fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að ráða starfsmann sem sinnir daglegu starfi og uppbyggingu innan deildarinnar sem og styðja við starf annarra deilda UMFS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

UMFS hefur sótt um styrk vegna fjármögnunar á starfi starfsmanns fyrir félagið.
Málinu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 177. fundur - 09.09.2025

Kristinn Þór Björnsson koma inn á fund á Teams kl. 09:15
Erindi frá knattspyrnudeild um að ráða starfsmann hjá UMFS.
Málinu vísað inn í lið 7. 202507006
Kristinn Þór Björnsson fór af fundi kl. 09:35

Íþrótta- og æskulýðsráð - 178. fundur - 30.09.2025

Umræður um ósk UMFS um styrk til ráðningar starfsmanns fyrir félagið. Ljóst er að ekkert verður af því að UMSE og UMFS verði með sameiginlegan starfsmann og því þarf að endurmeta möguleikana.
Íþrótta - og æskulýðsráð er fylgjandi því að starfsmaður verði ráðinn og vísar málinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026. Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi fylgir málinu eftir inn í Byggðaráð.

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kominn inn á fundinn kl. 13:26.

Á 178. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Umræður um ósk UMFS um styrk til ráðningar starfsmanns fyrir félagið. Ljóst er að ekkert verður af því að UMSE og UMFS verði með sameiginlegan starfsmann og því þarf að endurmeta möguleikana.
Niðurstaða : Íþrótta - og æskulýðsráð er fylgjandi því að starfsmaður verði ráðinn og vísar málinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026. Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi fylgir málinu eftir inn í Byggðaráð."

Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir ofangreindu og mögulegri sviðsmynd fyrir samstarfi íþrótta- og æskulýðsfélaganna í Dalvíkurbyggð og hvernig stöðugildi starfsmanns kæmi mögulega þar inn.

Jón Stefán vék af fundi kl.14:05.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa og íþrótta- og æskulýðsráði að vinna áfram að ofangreindum hugmyndum.