Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34; frá 15.08.2025

Málsnúmer 2508002F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202504028 - vegna fjárhagsáætlunar 2025
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202508036,
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202508040.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34
  • .2 202501021 Framkvæmdir 2025
    Farið yfir stöðu á framkvæmdum ársins 2025. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34
  • Tekið fyrir erindi frá Whales Hauganes ehf. dagsett 13. júní 2025, þar sem óskað er eftir leyfi til gróðursetningar á allt að 4000 trjáplöntum norðan Hauganesvegar og neðan Brimnesvegar til kolefnisjöfnunar á starfsemi fyrirtækisins.
    Plönturnar eru hugsaðar sem gjöf til sveitarfélagsins og verði í umsjá þess.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð setur sig ekki upp á móti framlögðu erindi en vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu í Skipulagsráði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Fyrir fundinum lágu skógræktaráætlanir fyrir skógreitina Brúarhvammsreit og Bögg unnar af Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að unnið verði samkvæmt framlögðum áætlunum fyrir skógreitina næstu ár, og vísar til fjárhagsáætlunargerðar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem fram kemur að Minjastofnun hafi gert athugasemdir við röskun á því svæði þar sem áætlað er að fara með fjallgirðingu neðan við Upsann í Bæjarfjalli. Stofnunin fer fram á að ítarleg fornleyfaskráning fari fram 1á 30 metra breiðu svæði eftir fyrirhuguðu girðingarstæði. Framkvæmdir við jöfnun undir girðinguna eru óheimilar fyrr en skráning liggur fyrir. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir fornleyfaskráningu meðfram girðingastæðinu.

    Einnig lá fyrir fundinum rafpóstur frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsettur 7. ágúst 2025, þar sem hún gerir athugasemdir við léleg vinnubrögð við viðhald á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Póstinum fylgja myndir sem sýna ástand fjallgirðingar.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að endurnýjun fjallgirðingar við Upsa verði frestað til næsta árs og að gert verði ráð fyrir fornleyfaskráningu eða breytingu á girðingarstæði í fjárhagsáætlun.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð felur verkefnastjóra þvert á svið að hafa samband við verktakann sem fór yfir og lagfærði fjallgirðingu á Árskógsströnd í vor og fara fram á tafarlausar úrbætur.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Hörgársveit, dagsettur 23. júní 2025, þar sem það er tilkynnt að fyrsu göngur í sveitarfélaginu verði 10. - 14. september og seinni göngur viku síðar. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Árskógsstrandar þar sem að bent er á að fjallskilanefnd Hörgársveitar hafi samþykkt að gengið verði á Þorvaldsdal laugardaginn 6. september. Í ljósi þeirrar ákvörðunar óskar fjallskilanefndin eftir því að gengið verði á sama tíma norðan Þorvaldsár þannig að fé fari síður að á milli svæða. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 242. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 11. júní 2025. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, dagsettum 13. ágúst 2025, óskar Arnar Valur Kristinsson eftir leyfi til þess að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi með fyrirvara um samþykki íbúa í Brimnesbraut 21, 23, 27, 29 og 31.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.