Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem fram kemur að Minjastofnun hafi gert athugasemdir við röskun á því svæði þar sem áætlað er að fara með fjallgirðingu neðan við Upsann í Bæjarfjalli. Stofnunin fer fram á að ítarleg fornleyfaskráning fari fram 1á 30 metra breiðu svæði eftir fyrirhuguðu girðingarstæði. Framkvæmdir við jöfnun undir girðinguna eru óheimilar fyrr en skráning liggur fyrir. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir fornleyfaskráningu meðfram girðingastæðinu.
Einnig lá fyrir fundinum rafpóstur frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsettur 7. ágúst 2025, þar sem hún gerir athugasemdir við léleg vinnubrögð við viðhald á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Póstinum fylgja myndir sem sýna ástand fjallgirðingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.