Fjallgirðingamál 2025

Málsnúmer 202504028

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 31. fundur - 11.04.2025

Farið yfir stöðu á fjallgirðingum og hvaða viðhald á að fara í núna í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 31.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á fjallgirðingum og hvaða viðhald á að fara í núna í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og leggur til að klárað verði að endurnýja nyrsta hluta fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd og að haldið verði áfram við endurnýjun á fjallgirðingu ofan við Upsir og Svæði.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34. fundur - 15.08.2025

Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem fram kemur að Minjastofnun hafi gert athugasemdir við röskun á því svæði þar sem áætlað er að fara með fjallgirðingu neðan við Upsann í Bæjarfjalli. Stofnunin fer fram á að ítarleg fornleyfaskráning fari fram 1á 30 metra breiðu svæði eftir fyrirhuguðu girðingarstæði. Framkvæmdir við jöfnun undir girðinguna eru óheimilar fyrr en skráning liggur fyrir. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir fornleyfaskráningu meðfram girðingastæðinu.

Einnig lá fyrir fundinum rafpóstur frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsettur 7. ágúst 2025, þar sem hún gerir athugasemdir við léleg vinnubrögð við viðhald á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Póstinum fylgja myndir sem sýna ástand fjallgirðingar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að endurnýjun fjallgirðingar við Upsa verði frestað til næsta árs og að gert verði ráð fyrir fornleyfaskráningu eða breytingu á girðingarstæði í fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur verkefnastjóra þvert á svið að hafa samband við verktakann sem fór yfir og lagfærði fjallgirðingu á Árskógsströnd í vor og fara fram á tafarlausar úrbætur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem fram kemur að Minjastofnun hafi gert athugasemdir við röskun á því svæði þar sem áætlað er að fara með fjallgirðingu neðan við Upsann í Bæjarfjalli. Stofnunin fer fram á að ítarleg fornleifaskráning fari fram 1á 30 metra breiðu svæði eftir fyrirhuguðu girðingarstæði. Framkvæmdir við jöfnun undir girðinguna eru óheimilar fyrr en skráning liggur fyrir. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir fornleyiaskráningu meðfram girðingastæðinu.
Einnig lá fyrir fundinum rafpóstur frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsettur 7. ágúst 2025, þar sem hún gerir athugasemdir við léleg vinnubrögð við viðhald á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Póstinum fylgja myndir sem sýna
ástand fjallgirðingari
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að endurnýjun fjallgirðingar við Upsa verði frestað til næsta árs og að gert verði ráð fyrir fornleyfaskráningu eða breytingu á girðingarstæði í fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur verkefnastjóra þvert á svið að hafa samband við verktakann sem fór yfir og lagfærði fjallgirðingu á Árskógsströnd í vor og fara fram á tafarlausar úrbætur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að fresta endurnýjun fjallgirðingar við Upsa og vísar tillögu um að gert verði ráð fyrir fornleifaskráningu eða breytingu á girðingarstæði til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.