Erindi frá fjallskilanefnd Árskógsstrandar

Málsnúmer 202508036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34. fundur - 15.08.2025

Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Árskógsstrandar þar sem að bent er á að fjallskilanefnd Hörgársveitar hafi samþykkt að gengið verði á Þorvaldsdal laugardaginn 6. september. Í ljósi þeirrar ákvörðunar óskar fjallskilanefndin eftir því að gengið verði á sama tíma norðan Þorvaldsár þannig að fé fari síður að á milli svæða.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Árskógsstrandar þar sem að bent er á að fjallskilanefnd Hörgársveitar hafi samþykkt að gengið verði á Þorvaldsdal laugardaginn 6. september. Í ljósi þeirrar ákvörðunar óskar fjallskilanefndin eftir því að gengið verði á sama tíma norðan Þorvaldsár þannig að fé fari síður að á milli svæða.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að gengið verði norðan Þorvaldsdalsár laugardaginn 6. september nk.