Fjárhagsáætlun 2026; Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Úrbætur og uppbygging á svæði við gervigrasvöllinn

Málsnúmer 202508054

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, dagsett þann 18. ágúst sl., er varðar uppbyggingu og úrbætur á svæði við gervigrasvöllinn á Dalvík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Í tenglsum við fjárhagsáætlunargerð árið 2026 sækir UMFS um fjárstyrk til uppbyggingar á svæðinu í kringum gervigrasvöllinn.
Íþrótta - og æskulýðsráð þakkar fyrir erindið og felur íþróttafulltrúa að fá nánari upplýsingar um sundurliðun á kostnaði og koma með fullmótaða tillögu inn á næsta fund hjá ráðinu.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, dagsett þann 18. ágúst sl., er varðar uppbyggingu og úrbætur á svæði við gervigrasvöllinn á Dalvík.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.
Íþrótta - og æskulýðsráð tók erindið fyrir á 176. fundi sínum þann 26. ágúst sl. og fól þar íþróttafulltrúa að fá nánari upplýsingar um sundurliðun á kostnaði og koma með fullmótaða tillögu inn á næsta fund hjá ráðinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun Íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem íþróttafulltrúa var falið að fá nánari upplýsingar um sundurliðun á kostnaði og koma með fullmótaða tillögu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 177. fundur - 09.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS dags. 18.08.2025
Íþrótta - og æskulýðsráð tekur erindið inn í vinnu við uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja til þriggja ára.