Fjárhagsáætlun 2026; Frá Súsönnu Svansdóttur; leikvellir og leiktæki

Málsnúmer 202507073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Tekið fyrir erindið frá Súsönnu Svansdóttur, dagsett þann 15. júlí sl., er varðar umhverfi hoppubelga, leikvalla og leiktæki í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Súsanna Svansdóttir, íbúi Dalvíkurbyggðar bendir á kosti þess að leggja gervigras í kringum ærslabelgi sveitarfélagsins og leggur jafnframt til að það verði gert.
Íþrótta - og æskulýðsráð þakkar fyrir erindið og leggur til að sett verði viðeigandi efni í kringum ærslabelgi í sveitarfélaginu. Vinnuhópur er í gangi hjá sveitarfélaginu sem er að setja upp framtíðarplan varðandi framkvæmdir á leikvöllum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Tekið fyrir erindið frá Súsönnu Svansdóttur, dagsett þann 15. júlí sl., er varðar umhverfi hoppubelga, leikvalla og leiktæki í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð fjallaði um erindið á 176. fundi sínum þann 26. ágúst sl. og lagði til að sett yrði viðeigandi efni í kringum ærslabelgi í sveitarfélaginu. Ráðið benti einnig á að vinnuhópur um leikvelli er að störfum og hans hlutverk sé að setja upp framtíðarplan varðandi framkvæmdir á leikvöllum.
Erindinu er vísað til vinnuhóps um hönnun skólalóðar Dalvíkurskóla og vinnuhóps um leiksvæði í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.