Samningur um byggingu reiðhallar

Málsnúmer 202509144

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 179. fundur - 14.10.2025

Íþróttafulltrúi lagði fram drög að styrktarsamningi varðandi byggingu reiðhallar fyrir hestamannafélagið Hring.
Lagt fram til kynningar. Íþróttafulltrúa falið að óska eftir kostnaðar - og verkáætlun.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 180. fundur - 04.11.2025

Kostnaðaráætlun við uppbyggingu í Hringsholti hefur verið lögð fram ásamt því að ljúka þarf formlegri samningagerð um uppbygginguna.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samning Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings ásamt kostnaðaráætlun fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum. Samningi er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Kostnaðaráætlun við uppbyggingu í Hringsholti hefur verið lögð fram ásamt því að ljúka þarf formlegri samningagerð um uppbygginguna.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samning Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings ásamt kostnaðaráætlun fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum. Samningi er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárfestingasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings vegna byggingu reiðhallar í Hringsholti.