Breytingar á stoppistöð landsbyggðarstrætó á Dalvík

Málsnúmer 202508097

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni, dagsett 19. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir viðbrögðum Dalvíkurbyggðar við fyrirhugaðar breytingar á stoppistöð Strætó á Dalvík í tenglum við nýtt leiðarkerfi landsbyggðarvagna.
Í erindinu kemur fram að Vegagerðin hyggst færa stoppistöð frá Skíðabraut 21 (Olís) að gangstétt framan við Hafnarbraut 1. Tillagan gerir ráð fyrir uppsetningu á staur og yfirborðamerkingu á Hafnarbraut.

Umhverfis- og dreifbýlisráð telur framlagða tillögu Vegagerðarinnar ekki nógu metnaðarfulla og auki jafnvel slysahættu. Deildarstjóra er falið að vinna svar þar sem athugasemdum sveitarfélagsins er komið á framfæri.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 38. fundur - 07.11.2025

Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á breytingum sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi landsbyggðastrætó áramótin 2025/2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Á 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á breytingum sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi landsbyggðastrætó áramótin
2025/2026.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs. Byggðaráð harmar að tíðni ferða var ekki aukin til og frá Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 30. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á breytingum sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi landsbyggðastrætó áramótin 2025/2026.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var samþykkt samhljóða að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs og jafnframt bókað að byggðaráð harmi að tíðni ferða var ekki aukin til og frá Dalvíkurbyggð.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn tekur undir bókanir Umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs og bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum. Þá harmar sveitarstjórn að ekki var aukin tíðni ferða til og frá Dalvíkurbyggð.