Hitastigulsrannsóknir Þorvaldsdal

Málsnúmer 202501060

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 144. fundur - 05.02.2025

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá drög að samningi við Norðurorku á næsta fund ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi samstarf Norðurorku varðandi frekari rannsóknir í Þorvaldsdal.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 11.000.000 á deild 48200 - lykil 11860, sérfræðiþjónusta v/nýframkv. m/vsk og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Veitu- og hafnaráð óskar eftir fundi með Norðurorku um umrætt verkefni sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi samstarf Norðurorku varðandi frekari rannsóknir í Þorvaldsdal.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 11.000.000 á deild 48200 - lykil 11860, sérfræðiþjónusta v/nýframkv. m/vsk og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir fundi með Norðurorku um umrætt verkefni sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi og ofangreinda viðaukabeiðni, dagsett þann 7. maí sl, viðauki nr. 20 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 48200-11806 hækki um kr. 11.000.000 vegna rannsókna í Þorvaldsdal í samstarfi við Norðurorku.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Sigurveig Árnadóttir og Stefán H. Steindórsson frá Norðurorku sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, á Teams og kynntu næstu skref varðandi ÁRS-41 í Þorvaldsdal.
Veitu- og hafnaráð þakkar Sigurveigu og Stefáni fyrir góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 151. fundur - 05.11.2025

Tekið fyrir minnisblað frá Norðurorku um stöðu jarðhitarannsókna í Þorvaldsdal í lok september sl., dags. 8.október 2025.
Veitu- og hafnaráð minnir á bókun ráðsins frá 6.febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að fá drög að samningi við Norðurorku vegna þessa verkefnis og leggur áherslu á að ljúka þarf samningi sem fyrst. Jafnframt samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með 5 atkvæðum að veita Auði Öglu Óladóttur, hjá ÍSOR, formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu verkefni.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Norðurorku um stöðu jarðhitarannsókna í Þorvaldsdal í lok september sl., dags. 8.október 2025.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð minnir á bókun ráðsins frá 6.febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að fá drög að samningi við Norðurorku vegna þessa verkefnis og leggur áherslu á að ljúka þarf samningi sem fyrst. Jafnframt samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með 5 atkvæðum að veita Auði Öglu Óladóttur, hjá ÍSOR, formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu verkefni."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að veita Auði Öglu Óladóttur hjá ÍSOR formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna Dalvíkurbyggðar í þessu verkefni hvað varðar jarðhitarannsóknir í Þorvaldsdal.