Á 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Norðurorku um stöðu jarðhitarannsókna í Þorvaldsdal í lok september sl., dags. 8.október 2025.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð minnir á bókun ráðsins frá 6.febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að fá drög að samningi við Norðurorku vegna þessa verkefnis og leggur áherslu á að ljúka þarf samningi sem fyrst. Jafnframt samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með 5 atkvæðum að veita Auði Öglu Óladóttur, hjá ÍSOR, formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu verkefni."