Gangnaslóð

Málsnúmer 202510024

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 38. fundur - 07.11.2025

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 6. október 2025, þar sem Valur Benediktsson, fyrir hönd nokkurra bænda í Hörgársveit, óskar eftir þátttöku Dalvíkurbyggðar í gerð fjórhjólaslóðar upp Mjóadal frá Hrafnagili á Þorvaldsdal til að auðvelda notkun fjórhjóla og dróna við smölun og fjárleitir. Með erindinu fylgdu uppdrættir og myndir auk grófrar kostnaðaráætlunar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að slóði á þessu svæði er ekki á skipulagi auk þess sem svona framkvæmd þarfnast framkvæmdaleyfis. Ráðið hafnar beiðni um fjárstyrk.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur dags. 6. október 2025, þar sem Valur Benediktsson, fyrir hönd nokkurra bænda í Hörgársveit, óskar eftir þátttöku Dalvíkurbyggðar í gerð fjórhjólaslóðar upp Mjóadal frá Hrafnagili á Þorvaldsdal til að auðvelda notkun fjórhjóla og dróna við smölun og fjárleitir. Með erindinu fylgdu uppdrættir og myndir auk grófrar kostnaðaráætlunar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að slóði á þessu svæði er ekki á skipulagi auk þess sem svona framkvæmd þarfnast framkvæmdaleyfis. Ráðið hafnar beiðni um fjárstyrk.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu.