Athafnasvæði við Sandskeið - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409138

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 40. fundur - 12.11.2025

Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag athafnsvæðis við Sandskeið á Dalvík.

Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag athafnsvæðis við Sandskeið á Dalvík.
Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og framlagða lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag athafnasvæðis við Sandskeið á Dalvík. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.