Ákvörðun um álagningu útsvars 2026

Málsnúmer 202510151

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1166. fundur - 06.11.2025

Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði óbreytt á milli ára.

Með fundarboði byggðaráðs fylgi tillaga um að álagningarprósenta útsvars til Dalvíkurbyggðar verði áfram heimilað hámark eða 14,97%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar verði óbreytt á milli ára og verði 14,97% fyrir árið 2026.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði óbreytt á milli ára.
Með fundarboði byggðaráðs fylgi tillaga um að álagningarprósenta útsvars til Dalvíkurbyggðar verði áfram heimilað hámark eða 14,97%.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar verði óbreytt á milli ára og verði 14,97% fyrir árið 2026."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar árið 2026 verði óbreytt á milli ára og verði 14,97%. sbr. heimilað hámark.