Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var til umfjöllunar álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi heildartillaga vegna álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Helsta breytingin er að álagning fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,50% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri heildartillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar."
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A- skattflokkur.
Fasteignaskattur A verði 0,44% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði skv. sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.
Sorphirðugjald verði kr. 76.190 á íbúð og kr. 36.281 fast gjald á frístundahús, sjá nánar í sérstakri gjaldskrá sorphirðugjalda, sbr. liður 9 hér að ofan.
Fasteignagjöld stofnana: B- skattflokkur.
Fasteignaskattur B verði 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði innheimt skv.sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.
Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis; C-skattflokkur.
Fasteignaskattur C verði 1,65% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði innheimt skv. sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.
Lóðarleiga íbúðahúsalóða verði 1% af fasteignagmati lóðar, 2,9% af fasteignamati atvinnulóða og 3,0% af fasteignamati ræktarlands.
Lagt er til að gjalddagar verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar nk. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda er kr. 40.000 eða lægri þá verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 5. febrúar.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45