Álagning fasteignagjalda 2026; til kynningar

Málsnúmer 202509052

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Með fundarboði fylgdi áætlunarálagning 2026, fyrstu drög og samanburður á álagi fasteignaskatts og breytingum á framlagi Jöfnunarsjóðs
Lagt fram til kynningar.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:45

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi áætlunarálagning 2026, fyrstu drög og samanburður á álagi fasteignaskatts og breytingum á framlagi Jöfnunarsjóðs
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45".

Til umræðu.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga miðað við fasteignaskattsprósentu 0,41%, 0,42%, 0,43% og 0,44%.

Byggðaráð - 1162. fundur - 16.10.2025

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdi áætlunarálagning 2026, fyrstu drög og samanburður á álagningu fasteignaskatts og breytingum á framlagi Jöfnunarsjóðs.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45.

Til umræðu.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga miðað við fasteignaskattsprósentu 0,41%, 0,42%, 0,43% og 0,44%."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu útreikningar í samræmi við ósk frá síðasta fundi.
Byggðaráð óskar eftir uppfærðum útreikningum á fasteignaskatti og fasteignagjöldum 2026 í samræmi við vinnuslutillögur.

Byggðaráð - 1166. fundur - 06.11.2025

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið kl. 15:05 til annarra starfa.

Álagning fasteignagjalda var til umfjöllunar á fundi byggðaráðs þann 16. október sl. þar sem óskað var eftir útreikningum á fasteignaskatti og fasteignagjöldum 2026 í samræmi við vinnslutillögur.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu um álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2026 þar sem gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækki úr 0,5% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026. Aðrar álagningarprósentur eru óbreyttar. Önnur fasteignagjöld og þjónustugjöld fasteigna eru samkvæmt tillögum að gjaldskrám sorphirðugjalda, vatnsveitu og fráveitu 2026.

Til umræðu ofangreint.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að nokkur atriði i samantektinni þarfnist frekari skoðunar innanhúss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var til umfjöllunar álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi heildartillaga vegna álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Helsta breytingin er að álagning fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,50% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri heildartillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var til umfjöllunar álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi heildartillaga vegna álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Helsta breytingin er að álagning fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,50% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri heildartillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar."

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A- skattflokkur.
Fasteignaskattur A verði 0,44% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði skv. sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.
Sorphirðugjald verði kr. 76.190 á íbúð og kr. 36.281 fast gjald á frístundahús, sjá nánar í sérstakri gjaldskrá sorphirðugjalda, sbr. liður 9 hér að ofan.

Fasteignagjöld stofnana: B- skattflokkur.
Fasteignaskattur B verði 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði innheimt skv.sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis; C-skattflokkur.
Fasteignaskattur C verði 1,65% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði innheimt skv. sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.

Lóðarleiga íbúðahúsalóða verði 1% af fasteignagmati lóðar, 2,9% af fasteignamati atvinnulóða og 3,0% af fasteignamati ræktarlands.

Lagt er til að gjalddagar verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar nk. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda er kr. 40.000 eða lægri þá verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 5. febrúar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2026 og sbr. ofangreint.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum jafnframt að fjöldi gjalddaga verði óbreyttur eða 10, sá fyrsti 5. febrúar nk. Ef heildarupphæð fasteignagjalda er kr. 40.000 eða lægri þá verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.