Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsaganrbeiðni gistileyfi - Fjúkandi hjólbörur ehf, Árbakka

Málsnúmer 202508006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1154. fundur - 14.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 31. júlí sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi frá 2020 vegna „Íglúhússins“ á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra, dagsett þann 11. ágúst sl.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ábendingum skipulagsfulltrúa um ofangreint og er umsögn skipulagsfulltrúa í vinnslu.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu þar til umsagnir frá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa liggja fyrir.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.

Byggðaráð - 1166. fundur - 06.11.2025

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins."


Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 31. júlí sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi frá 2020 vegna "Íglúshússins" á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra, dagsett þann 11. ágúst sl.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ábendingum skipulagsfulltrúa um ofangreint og er umsögn skipulagsfulltrúa í vinnslu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu þar til umsagnir frá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa liggja fyrir."

Í umsögn skipulagsfulltrúa dagsettri þann 28. október sl. til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra kemur fram að Skipulagsfulltrúi bendir á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins. Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort leyfa skuli gististarfsemi á svæðinu en stefnt er að því að skilmálar um slíkt verði settir í nýtt aðalskipulag.
Á grundvelli þess gefur skipulagsfulltrúi jákvæða umsögn, sbr. 1.tl. 4.mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.


Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt, með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Í umsögn skipulagsfulltrúa dagsettri þann 28. október sl. til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra kemur fram að Skipulagsfulltrúi bendir á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins. Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort leyfa skuli gististarfsemi á svæðinu en stefnt er að því að skilmálar um slíkt verði settir í nýtt aðalskipulag.
Á grundvelli þess gefur skipulagsfulltrúi jákvæða umsögn, sbr. 1.tl. 4.mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt, með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfi sé veitt vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi
frá 2020 vegna "Íglúshússins" á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við. Afgreiðslan er með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.