Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins."
Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 31. júlí sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi frá 2020 vegna "Íglúshússins" á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra, dagsett þann 11. ágúst sl.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ábendingum skipulagsfulltrúa um ofangreint og er umsögn skipulagsfulltrúa í vinnslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu þar til umsagnir frá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa liggja fyrir."
Í umsögn skipulagsfulltrúa dagsettri þann 28. október sl. til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra kemur fram að Skipulagsfulltrúi bendir á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins. Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort leyfa skuli gististarfsemi á svæðinu en stefnt er að því að skilmálar um slíkt verði settir í nýtt aðalskipulag.
Á grundvelli þess gefur skipulagsfulltrúi jákvæða umsögn, sbr. 1.tl. 4.mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.