Hesthúsasvæði Ytra-Holti - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409139

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Lagt fram erindi byggingarnefndar nýrrar reiðhallar Hrings hestamannafélags, dags. 3.janúar 2025, þar sem óskað er eftir því að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir hesthúsabyggð ásamt reiðhöll á svæði þar sem núverandi starfsemi Hrings er staðsett.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið skv. 40.- 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Lögð fram til kynningar verk- og kostnaðaráætlun Landslags ehf. fyrir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði Ytra-Holti.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 40. fundur - 12.11.2025

Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag hesthúsasvæðis í Hringsholti.

Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag hesthúsasvæðis í Hringsholti.
Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu að nýju deiliskipulagi hesthúsasvæðis í Hringsholti. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að lýsingin verði kynnti skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.