Gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202504019

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Lögð fram til umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 36. fundur - 12.08.2025

Lagt fram minnisblað, unnið af KPMG, varðandi forsendur fyrir gjaldtöku fyrir frístundalóðir í landi Dalvíkurbyggðar, ásamt drögum að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu um kostnaðargreiningu fyrir innviðauppbyggingu og viðhaldi á frístundasvæðum í landi Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 38. fundur - 29.09.2025

Lögð fram til áframhaldandi umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 40. fundur - 12.11.2025

Lögð fram til áframhaldandi umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð verði hluti af gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til áframhaldandi umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð verði hluti af gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, og sbr. liður 9 hér að ofan.