Djúpdælur HA-11 og ÁRS-32

Málsnúmer 202510062

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 151. fundur - 05.11.2025

Tekin fyrir kaup á djúpdælu til þess að setja niður í holu á Brimnesborgum ÁRS-32 og kostnaðaráætlun fyrir niðursetningu á henni sem og kostnaði við niðursetningu á djúpdælu í HA-11. Setja á báðar djúpdælur niður næsta vor/sumar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka tilboði í niðursetningu á djúpdælu á Hamri en vísar ákvörðun um kaup á djúpdælu ásamt kostnaði við niðursetningu á Birnunesborgum til byggðaráðs. Veitu- og hafnaráð felur sveitarstjóra að kanna hvort gert er ráð fyrir kostnaði við að taka upp dælu á Birnunesborgum ásamt því að setja niður djúpdælu.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir kaup á djúpdælu til þess að setja niður í holu á Brimnesborgum ÁRS-32 og kostnaðaráætlun fyrir niðursetningu á henni sem og kostnaði við niðursetningu á djúpdælu í HA-11. Setja á báðar djúpdælur niður næsta vor/sumar.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka tilboði í niðursetningu á djúpdælu á Hamri en vísar ákvörðun um kaup á djúpdælu ásamt kostnaði við niðursetningu á Birnunesborgum til byggðaráðs. Veitu- og hafnaráð felur sveitarstjóra að kanna hvort gert er ráð fyrir kostnaði við að taka upp dælu á Birnunesborgum ásamt því að setja niður djúpdælu."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki einnig að taka tilboði í djúpdælu og niðursetningu hennar í ÁRS-32 á sama tíma.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að taka tilboði frá HD ehf. hvað varðar niðursetningu á djúpdælu á Hamri og að taka tilboði í djúpdælu og niðursetningu hennar í ÁRS-32 á sama tíma.