Styrkur til snjóframleiðslu

Málsnúmer 202510050

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 179. fundur - 14.10.2025

Skíðafélagið óskar eftir styrk til snjóframleiðslu þegar tíðafar mun leyfa á vetrarmánuðum. Snjóframleiðsla muni fjölga opnunardögum í fjallinu og leggja mikilvægan grunn að snjóalögum í fjallinu.
Íþróttafulltrúa falið að óska eftir frekari upplýsingum um kostnað og áætlun og koma með inn á næsta fund hjá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 180. fundur - 04.11.2025

Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 3.000.000 kr styrk til snjóframleiðslu. Ítarleg kostnaðaráætlun við framleiðsluna hefur verið lögð fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum, styrk um eina milljón króna til snjóframleiðslu með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir æfingar barna- og ungmenna.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 3.000.000 kr styrk til snjóframleiðslu. Ítarleg kostnaðaráætlun við framleiðsluna hefur verið lögð fram.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum, styrk um eina milljón króna til snjóframleiðslu með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir æfingar barna- og ungmenna."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 vegna ofangreinds styrks skv. bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 57 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.