Á 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 3.000.000 kr styrk til snjóframleiðslu. Ítarleg kostnaðaráætlun við framleiðsluna hefur verið lögð fram.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum, styrk um eina milljón króna til snjóframleiðslu með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir æfingar barna- og ungmenna."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 vegna ofangreinds styrks skv. bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.