Sveitarstjórn

338. fundur 21. september 2021 kl. 16:15 - 17:43 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir forseti
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 994, frá 02.09.2021.

Málsnúmer 2108010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16. liðum.
Liðir 4, 5, 6, 9 og 11 eru sérliðír á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 995, frá 09.09.2021

Málsnúmer 2109003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu liðir 6 og 8.
Liðir 1, 2, 3, og 5 eru sér liðir á dagskrá.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 1. september 2021, er varðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013. Sveitarfélög eru hvött til að senda inn umsögn og huga jafnframt að breytingum á samþykktum sínum. Umsagnarfrestur er til 13. september nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 995 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir fundarboð frá Greiðri leið ehf., dagsett þann 1. september 2021, þar sem boðar til aðalfundar þriðjudaginn 14. september nk. kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 995 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 996, frá 16.09.2021

Málsnúmer 2109007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 1. lið og 3. lið.
Fleiri tóku ekki til máls.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 64, frá 01.09.2021.

Málsnúmer 2108008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnat afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 252, frá 31.08.2021

Málsnúmer 2108006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til afgreiðslu:
Liður 2 er sérliður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Félagsmálaráð - 253, frá 14.09.2021.

Málsnúmer 2109006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 262, frá 18. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Fræðsluráð - 263, frá 15.09.2021

Málsnúmer 2109004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 131, frá 07.09.2021

Málsnúmer 2109002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Landbúnaðarráð - 140, frá 26.08.2021

Málsnúmer 2108007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 27, frá 10.09.2021

Málsnúmer 2109001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfisráð - 361, frá 03.09.2021

Málsnúmer 2108011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16. liðum.
Liðir 1, 2, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfisráð - 362, frá 17.09.2021

Málsnúmer 2109008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 106, frá 20.08.2021.

Málsnúmer 2108001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.

Liðir 1 og 2 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá 995. fundi byggðaráðs þann 09.09.2021; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki II

Málsnúmer 202109090Vakta málsnúmer

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var tekin til umfjöllunar tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi þar sem búið er að bæta við viðaukum 17 og 18. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.

Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er áætluð neikvæð um kr. 108.212.000 en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um kr. 52.960.000.
Áætlaðar fjárfestingar samstæðu A- og B- hluta eru kr. 153.513.000.
Veltufé frá rekstri er kr. 139.198.000 fyrir samstæðu A- og B- hluta.
Lántaka er áætluð kr. 60.000.000 fyrir samstæðu A- og B- hluta.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021.

16.Frá 995. fundi byggðaráðs þann 09.09.2021; Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022 og fylgigögn. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir forsendur með fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirliti yfir íbúaþróun og áhættugreiningu. Kynntar voru sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir stöðu innri viðskipta á milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og B-hluta fyrirtækjanna.
b) Tillaga að fjárhagsramma 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að fjárhagsramma vegna 2022 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir launaáætlun 2022 og yfirlit áætlaðra stöðugilda 2022 út frá þarfagreiningu stjórnenda.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir og/eða breytingar verða á. Áhættugreiningin verður unnin áfram í byggðaráði samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 og vísar honum til umfjöllunnar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að forsendum og fjárhagsramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

17.Frá 994. fundi byggðaráðs þann 02.09.2021; Viðaukabeiðni; Bilun í djúpdælu á Hamri, þörf á upptekt og viðgerð

Málsnúmer 202107077Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 992. fundi byggðaráðs þann 29. júlí 2021 var tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra dagsett þann 26. júlí, vegna bilunar sem varð í djúpdælu Hitaveitunnar að Hamri. Þörf er á upptekt á dælunni og viðgerð. Einnig liggur fyrir að á næstunni þarf að taka upp dælu á Brimnesborgum, reglulegt viðhald. Byggðaráð samþykkti að farið verði í viðgerð djúpdælunnar að Hamri og einnig verði stefnt á að taka upp dæluna að Brimnesborgum. Sveitarstjóra var falið að koma með viðauka vegna þessa. Með fundarboði fylgdi erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs dagsett þann 1. september 2021, samantekt á fyrirliggjandi kostnaði við upptekt og viðgerð á dælum, sbr. erindi hér að ofan nr. 201202115. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630, viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2021. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og beiðni um viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 15.200.000 á lið 47320-4630. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 994. fundi byggðaráðs 02.09.2021; Viðaukabeiðni; Skólaakstur í MTR

Málsnúmer 202010086Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var til umfjöllunar skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga og samþykkti byggðaráð tillögur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 23. ágúst sl. þar sem óskað er eftir viðauka vegna skólaaksturs í Menntaskólann á Tröllaskaga. Skv. lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sjá um akstur í framhaldsskóla fyrir nemendur með skilgreinda fötlun.

Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka 02 og 04 þannig:
Hækkun á lið 02540-4112 hópferðabifreiðar kr. 827.800 þannig að hann verði kr. 2.827.000.
Lækkun á lið 04290-4341 þjónustusamningar án vsk, um sömu upphæð þannig að hann verði kr. 824.200.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 827.800 þannig að liður 02540-4112 hækki um kr. 827.800 og liður 04290-4341 lækki í kr. 824.200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 827.800 þannig að liður 02540-4112 hækkar um kr. 827.800 og liður 04290-4341 lækkar í kr. 824.200.

19.Frá 995. fundi byggðaráðs þann 09.09.2021; a) Umsókn um tónlistarnám og b) ósk um viðauka

Málsnúmer 202108084Vakta málsnúmer

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 20. ágúst 2021, þar sem vísað er í umsókn um nám við skólann frá aðila sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Ef Dalvíkurbyggð gengst undir þá ábyrgð að greiða kennslukostnaðinn þá mun skólinn samþykkja umsókn nemendans. Áætluð gjöld eru kr. 379.722 fyrir skólaárið 2021-2022. Dalvíkurbyggð getur síðan sótt um endurgreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem yrði þá greitt af Jöfnunarsjóði að hluta til.
b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, minnisblað dagsett þann 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 189.861 vegna ofangreindar umsóknar í a) lið.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir ábyrgð vegna ofangreindrar umsóknar um nám í Tónlistarskólann á Akureyri um greiðslu á kennslukostnaði.
b) Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka þar sem í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að ekki er tekið við viðaukabeiðnum sem eru kr. 500.000 og lægri."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gangast undir ábyrgð vegna ofangreindrar umsóknar um nám í Tónlistarskólann á Akureyri um greiðslu á kennslukostnaði.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna beiðni um viðauka.

20.Frá 994. fundi byggðaráðs þann 02.09.2021; Ósk um styrk vegna lagfæringar á svelg á bílaplani við Mímisbrunn.

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Helgu Mattínu Björnsdóttur, formanni Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, dagsett 24. ágúst 2021. Óskað er eftir styrk vegna lagfæringa á niðurfalli á bílaplani við hús félagsins að Mímisbrunni. Að mati félagsins er mikilvægt að ljúka viðgerð fyrir vetrarbyrjun. Áætlaður kostnaður er kr. 150.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk til félagsins, á móti reikningi, að hámarki kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145. Byggðaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að finna svigrúm innan heimilda í málaflokki 02 á móti ofangreindum styrk."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og styrk til Félags eldri borgara að upphæð kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145.

21.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Tillaga um breytingu á framkvæmdaáætlun 2021; Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð fór yfir stöðu verkefna sumarsins með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Ráðið leggur til að vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við sjóvörn við Framnes og Sæból og þeirra þungaflutninga sem þeim fylgja, verði yfirlögn frestað til næsta árs. Umhverfisráð leggur til að þeir fjármunir verði fluttir á verkefni E2118 - Opið svæði í Hringtúni. Framkvæmdum við skjólbelti meðfram Hauganesvegi verði frestað þangað til deiliskipulag fyrir Hauganes liggur fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði.

22.Frá 106. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.08.2021; Fjárhagsáætlun 2022; Flotbryggja við höfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 202106005Vakta málsnúmer

Á 106. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Vísað til veitu- og hafnaráðs frá 989. fundi byggðaráðs þann 24. júní 2021 vegna fjárhagsáætlunar. Erindi frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem sótt er um að fá flotbryggju við höfnina á Árskógssandi. Niðurstaða: Veitu- og hafnaráð samþykkir að óska eftir að hafin verði vinna við deiliskipulag Árskógssandshafnar og að í þeirri vinnu verði skoðaðir möguleikar að koma fyrir flotbryggju í samvinnu við Siglingarsvið Vegagerðarinnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir að sótt verði um að koma flotbryggju í Árskógssandshöfn á Samgönguáætlun."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sótt verði um að koma flotbryggju í Árskógssandshöfn á Samgönguáætlun.

23.Frá 994. fundi byggðaráðs þann 02.09.2021; Motus - endunýjun á samningi

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög við Motus um innheimtuþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi eftir yfirferð innheimtumála. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Motus um innheimtuþjónustu.

24.Frá 252. fundi félagsmálaráðs þann 31.08.2021; Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Á 252. fundi félagsmálaráðs þann 31. ágúst 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að samningi um dagþjónustu á Dalbæ fyrir árin 2021-2023. Drögin hafa áður verið lögð fram fyrir félagsmálaráð sem vísaði málinu til stjórnar Dalbæjar. Þann 27. ágúst sl. barst endurbótatillaga frá Dalbæ sem lögð er hér fyrir. Félagsmálaráð samþykkir tillögur um breytingar á samningi og vísar erindinu til sveitastjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi samning við Dalbæ um dagþjónustu á Dalbæ fyrir árin 2021-2023. Samningurinn tekur gildi 1. september sl. og er til eins og hálfs árs. Samningurinn kemur til endurskoðunar 1. janúar 2023.

25.Frá 995. fundi byggðaráðs þann 09.09.2021, Erindisbréf vinnuhóps um brunamál.

Málsnúmer 202108002Vakta málsnúmer

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 993. fundi byggðaráðs var sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindisbréfi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi. Greitt er fyrir vinnu í hópnum ef ekki er um starfsmenn að ræða. Vísað á deild 07210. Fyrir liggur að Slökkviliðsstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs eiga sæti í hópnum og rætt var um tillögur um þriðja aðilann í hópnum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að hún taki sæti í vinnuhópnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur um að hún taki sæti í vinnuhópnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

26.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 23. ágúst 2021, óskar Kristinn Magnússon hjá Mannvit eftir umsögn um fyrstu hugmyndir um legu Dalvíkurlínu 2 (DA2) frá Hámundarstaðahálsi að tengivirki í Höfðanum. Mannvit vinnur að hönnun á DA2 fyrir Landsnet, sem er 66kV jarðstrengur milli Rangarvalla á Akureyri og tengivirkisins við Dalvík. Meðfylgjandi er loftmynd með hugmynd að legu strengsins. Umhverfisráð fagnar lagningu jarðstrengs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið. Umhverfisráð leggur til að hugað verði að því að nýta tækifærið og leggja göngu- og hjólastíg samhliða framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Guðmundur St. Jónsson.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið.

27.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 202108037Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
Með umsókn frá 12. ágúst 2021 óska eigendur Bárugötu 2 og Bárugötu 4 á Dalvík eftir endurnýjun á lóðarleigusamningum sínum þannig að þeir endurspegli raunnotkun. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda Bárugötu 2 og 4 og teikning af breytingum á lóðastærðum.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu upplýsingar um að við ritun fundargerða datt út afgreiðsla umhverfisráðs en hið sanna er að umhverfisráð samþykkti erindið samhljóða með 5 atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og endurnýjun á lóðarleigusamningum vegna Bárugötu 2 og Bárugötu 4 þannig að þeir endurspegli raunnotkun.

28.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Innskil á lóð - Garðatröð 1e Hamri

Málsnúmer 202108060Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsettu 23. ágúst 2021, skilar Sigríður Hjaltadóttir inn frístundalóðinni að Garðatröð 1e á Hamri. Umhvefisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og skil á lóðinni að Garðatröð 1e á Hamri.

29.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021, Innskil á lóð - Hamar, lóð 17

Málsnúmer 202109006Vakta málsnúmer

Til mál tók:
Þórhalla Karlsdóttir, forseti sveitarstjórnar, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:08.
1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, frá 1. september 2021, skila þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Jóhannesson inn lóð nr. 17 á Hamri. Umverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóð 17 á Hamri aftur inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um skil á lóðinni nr. 17 á Hamri og að hún fari aftur á lista yfir lausar lóðir. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

30.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Umsókn um lóð við Hringtún 13-15, Dalvík

Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:09. og tók aftur við fundarstjórn.

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti frá 16. ágúst 2021 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks eftir að fá frest í eitt ár til að hefja framkvæmdir á lóðinni við Hringtún 13-15 sem úthlutað var til þeirra árið 2018. Umhverfisráð veitir Tréverk ehf. frest til 1. október 2021 til þess að sækja um byggingarleyfi á lóðinni og leggja fram teikningar af fyrirhuguðu húsi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að veita Tréverki ehf. frest til 1. október nk. til þess að sækja um byggingarleyfi á lóðinni við Hringtún 13-15 og leggja fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.

31.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju umsókn Barkar Þórs Ottóssonar um lóð að Sandskeiði 20 frá 29. júní sl. Þar sem umrædd lóð (Baldurshagalóðin) er í raun ekki til í upprunalegri mynd telur umhverfisráð að áður en farið sé í að skilgreina og úthluta nýjum lóðum við Sandskeið þurfi deiliskipulag af svæðinu að liggja fyrir. Umhverfisráð leggur til að farið sé í að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

32.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 993. fundi byggðaráðs þann 19. ágúst 2021 var málinu vísað aftur til umfjöllunar í umhverfisráði. Lóðarhafi lóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10, GS frakt ehf, sendi síðar inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar dagsetta 2. september 2021. Breytingin felst í sameiningu lóðanna við Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð. Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarbraut 8 og Gunnarsbraut 10 verði sameinaðar í eina lóð. Jafnframt að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/20210.

33.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Árgerði - landsvæði umhverfis lóð

Málsnúmer 202107075Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á síðasta fundi umhverfisráðs var skipulags- og tæknifulltrúa falið að gera drög að samningi við eigendur Árgerðis og leggja fyrir ráðið. Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að samningi. Samþykkkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við eigendur Árgerðis.

34.Frá 361. fundi umhverfisráðs þann 03.09.2021; Efnisnámur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202109001Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu efnistökusvæða í sveitarfélaginu og þær beiðnir sem borist hafa um efnistöku. Umhverfisráð leggur áherslu á hversu mikilvægt það er að láta kortleggja og meta efnistökusvæði í Dalvíkurbyggð. Útbúa þarf verklagsreglur vegna efnisnáms í landi Dalvíkurbyggðar og gjaldskrá. Ráðið telur að sveitarfélagið sem landeigandi eigi að sækja um starfsleyfi í sínum efnisnámum og gera tímabundna samninga við verktaka hverju sinni. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið byrji á því að sækja um starfsleyfi fyrir efnisnámu í Sauðanesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir þá tillögu umhverfisráðs að sótt verði um starfsleyfi fyrir efnisnámu í Sauðanesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir.

35.Frá 106. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.08.2021; Könnun á nýframkvæmdum og endurbótum hafnarmannvirkja

Málsnúmer 202106049Vakta málsnúmer

Á 106. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 105. fundi veitu- og hafnarráðs þann 11. júní 2021 fól ráðið sviðsstjóra að senda inn til Hafnarsambandsins langtímaáætlun framkvæmda Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar. Fyrrverandi sviðsstjóri tók áætlunina saman og liggur hún fyrir fundinum til afgreiðslu. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða meðfylgjandi drög að svari og felur sviðsstjóra að senda svar til Hafnasambandsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og drög að svari til Hafnasambandsins um langtímaáætlun framkvæmda Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

36.Kjörstaður og fjöldi kjördeilda vegna kosninga til Alþingis 2021

Málsnúmer 202108080Vakta málsnúmer

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var til umfjöllunar fjöldi kjörstaða og kjördeilda vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að legga til við sveitarstjórn að kjördeild í Dalvíkurbyggð verði áfram ein og kjörstaður verði í Dalvíkurskóla líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
Enginn tók til máls.

Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. september , sbr. 10. gr. III. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24. frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum

Sbr. 10. gr og 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og að kjörstaður verði einn og í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.


37.Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2021

Málsnúmer 202108079Vakta málsnúmer

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs var lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. Á kjörskrá eru 1323. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda kjörskrá eins og hún liggur fyrir."

Enginn tók til máls.

Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá hefur byggðaráð heimild í umboði sveitarstjórnar að semja kjörskrá vegna almennra kosninga, fjalla um athuga­semdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. Á kjörskrá eru 1323, 677 karlar, 645 konur og 1 með hlutlausa kynskráningu og hefur sveitarstjóri staðfest öll eintök með undirritun sinni.

38.Frá Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni; Ósk um lausn frá störfum sem aðalmaður í stjórn Dalbæjar

Málsnúmer 202109066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni, dagsett þann 27. ágúst sl., þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem aðalmaður í stjórn Dalbæjar vegna anna.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um að veita Gunnþóri Eyfjörð lausn frá störfum sem aðalmaður í stjórn Dalbæjar.

39.Frá Hauki Arnari Gunnarssyni; Ósk um lausn frá störfum sem formaður umhverfisráðs

Málsnúmer 202109065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hauki Arnari Gunnarssyni, rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst sl., þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem formaður í umhverfisráði Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni frá Hauki Arnari og veitir honum lausn frá störfum sem aðalmaður í umhverfisráði.
Sveitarstjórn færir Hauki bestu þakkir fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins sem formaður umhverfisráðs.

40.Kosningar í ráð og nefndir skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202109091Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögur:

a) Í stað Gunnþórs Eyfjörð Gunnþórssonar sem aðalmaður í stjórn Dalbæjar taki Þórunn Andrésdóttir sæti sem aðalmaður og Gunnþóri Eyfjörð taki sæti sem varamaður.
b) Í stað Hauks Arnars Gunnarssonar sem formaður umhverfisráðs taki Júlíus Magnússon sæti sem formaður í umhverfisráði og sem varamaður í stað Júlísar taki Þórunn Andrésdóttir sæti hans.

Enginn tók til máls.

a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

41.Frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses; Ársreikningur 2020, ársfundur o.fl. gögn

Málsnúmer 202107051Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi til kynningar undirritaður ársreikningur Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses fyrir árið 2020 ásamt fundargerð ársfundar frá 25. ágúst sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

42.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 24. júní sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:43.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir forseti
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs