Reglubundin skoðun Slökkvistöð Dalvíkur 26.07.2021

Málsnúmer 202108002

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl.
Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45.
Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl. Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45. Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi og erindisbréfi fyrir hópinn.

Byggðaráð - 995. fundur - 09.09.2021

Á 993. fundi byggðaráðs var sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindisbréfi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi.
Greitt er fyrir vinnu í hópnum ef ekki er um starfsmenn að ræða. Vísað á deild 07210. Fyrir liggur að Slökkviliðsstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs eiga sæti í hópnum og rætt var um tillögur um þriðja aðilann í hópnum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 993. fundi byggðaráðs var sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindisbréfi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi. Greitt er fyrir vinnu í hópnum ef ekki er um starfsmenn að ræða. Vísað á deild 07210. Fyrir liggur að Slökkviliðsstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs eiga sæti í hópnum og rætt var um tillögur um þriðja aðilann í hópnum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að hún taki sæti í vinnuhópnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur um að hún taki sæti í vinnuhópnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Á 993 fundi byggðaráðs þann 19. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl. Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45. Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi og erindisbréfi fyrir hópinn."

Fyrir liggur að búið er að samþykkja erindisbréf fyrir ofangreindan vinnuhóp en vinnuhópinn skipa slökkviliðsstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri.

Með fundarboði fylgdi svarbréf frá Vinnureftirlitinu, dagsett þann 1. nóvember sl., þar sem fram kemur að Slökkvilið Dalvíkur hefur tímafrest til að senda inn tilkynningu um úrbætur til 15.11.2021 sem er framlenging frá 01.11.2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá slökkviliðsstjóra um stöðu mála hvað varðar úrbætur og umbótaáætlun.

Byggðaráð - 1005. fundur - 11.11.2021

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember 2021 þá var eftirfarandi bókað:
Á 993 fundi byggðaráðs þann 19. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl. Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45. Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi og erindisbréfi fyrir hópinn." Fyrir liggur að búið er að samþykkja erindisbréf fyrir ofangreindan vinnuhóp en vinnuhópinn skipa slökkviliðsstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri. Með fundarboði fylgdi svarbréf frá Vinnureftirlitinu, dagsett þann 1. nóvember sl., þar sem fram kemur að Slökkvilið Dalvíkur hefur tímafrest til að senda inn tilkynningu um úrbætur til 15.11.2021 sem er framlenging frá 01.11.2021. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá slökkviliðsstjóra um stöðu mála hvað varðar úrbætur og umbótaáætlun."

Fram kom á fundinum að veittur frestur er til 2. nóvember 2022 en ekki til 15. nóvember 2021 eins og fram kom í svarbréfi Vinnueftirlitsins.

Lagt fram til kynningar.