Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 995, frá 09.09.2021

Málsnúmer 2109003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu liðir 6 og 8.
Liðir 1, 2, 3, og 5 eru sér liðir á dagskrá.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 1. september 2021, er varðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013. Sveitarfélög eru hvött til að senda inn umsögn og huga jafnframt að breytingum á samþykktum sínum. Umsagnarfrestur er til 13. september nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 995 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir fundarboð frá Greiðri leið ehf., dagsett þann 1. september 2021, þar sem boðar til aðalfundar þriðjudaginn 14. september nk. kl. 13:00 í gegnum TEAMS. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 995 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.