Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; auglýsing og hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu (byrjun á umræðu).

Málsnúmer 202105027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
b) Byrjun á umræðu, hugmyndir að verkefnum, áherslum, forgangsröðun og stefnu vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2022-2025.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Umræðu verður áframhaldið á næstu fundum byggðaráðs.

Byggðaráð - 986. fundur - 27.05.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var samþykkt að halda áfram umræðum um verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefnu í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 987. fundur - 03.06.2021

Til umræðu verkefni, áherslur, forgangsröðun og stefna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Með fundarboði fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025,
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 og helstu forsendur þar að baki.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að fjárhagsramma í samræmi við tímaramma fjárhagsáætlunar.

Byggðaráð - 991. fundur - 08.07.2021

Á 989. fundi byggðaráðs þann 24.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 og helstu forsendur þar að baki. Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að fjárhagsramma í samræmi við tímaramma fjárhagsáætlunar."

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar þá skal byggðaráð ræða um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu á tímabilinu 20. maí og til og með 23. september nk. Einnig að fjalla um frá 3. júní og til og með 23. septebmer nk. tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi gögn:
Greidd staðgreiðsla janúar - júní 2021 í samanburði við önnur sveitarfélög.
Fjöldi íbúa sveitarfélaga per stöðugildi.
Kostnaður við rekstur leik- og grunnskóla í samanburði við önnur sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rafpóstur dagsettur þann 17. ágúst sl. ásamt minnisblaði þar sem farið er yfir helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025.

b) Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí sl. var áfram til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu. Einnig umræður um verklag, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar undirbúning og vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022-2025, drög

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022-2025 ásamt fylgigögnum; áhættugreining og yfirlit yfir íbúaþróun.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindum gögnum.

b) Umræðupunktar fyrir fagráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að umræðupunktum fyrir fagráð sem er búið að senda á formenn byggðaráðs og fagráða og starfsmenn fagráða. Um er að ræða vinnugögn fyrir fagráðin í tengslum við umfjöllun um tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um umfjöllun í framkvæmdastjórn og tilganginn að baki umræðupunktanna.

c) Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2021.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu.

d) Tillaga að fjárhagsramma 2022, drög #2

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillaga #2 að fjárhagsramma fyrir árið 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir forsendum að baki og yfirliti yfir launaáætlun 2022 og stöðugildi samkvæmt þarfagreiningu stjórnenda.

a) Drögin lögð fram til kynningar.
b) Umræðupunktar, vinnuskjal, lagt fram til kynningar.
c) Drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 lagt fram til kynningar.
d) Tillaga #2 að fjárhagsramma 2022 lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 995. fundur - 09.09.2021

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022 og fylgigögn.

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs fór yfir forsendur með fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirliti yfir íbúaþróun og áhættugreiningu. Kynntar voru sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir stöðu innri viðskipta á milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og B-hluta fyrirtækjanna.

b) Tillaga að fjárhagsramma 2022.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að fjárhagsramma vegna 2022 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir launaáætlun 2022 og yfirlit áætlaðra stöðugilda 2022 út frá þarfagreiningu stjórnenda.


c) Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2021.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðsta fundi þar sem búið er að bæta við viðaukum 17 og 18.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir og/eða breytingar verða á. Áhættugreiningin verður unnin áfram í byggðaráði samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 og vísar honum til umfjöllunnar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022 og fylgigögn. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir forsendur með fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirliti yfir íbúaþróun og áhættugreiningu. Kynntar voru sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir stöðu innri viðskipta á milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og B-hluta fyrirtækjanna.
b) Tillaga að fjárhagsramma 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að fjárhagsramma vegna 2022 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir launaáætlun 2022 og yfirlit áætlaðra stöðugilda 2022 út frá þarfagreiningu stjórnenda.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir og/eða breytingar verða á. Áhættugreiningin verður unnin áfram í byggðaráði samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 og vísar honum til umfjöllunnar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að forsendum og fjárhagsramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2022-2025.
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.