Árgerði - landsvæði umhverfis lóð

Málsnúmer 202107075

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Með tölvupósti dagsettum 20. júlí 2021 óskar Ragnheiður Lára Weisshappel eftir því að fá tún umhverfis hús sitt í Árgerði til umráða á móti því að hugsa um svæðið, slá og halda snyrtilegu. Meðfylgjandi er uppdráttur af umræddu túni.
Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá samningi við eigendur Árgerðis um leigu á landi sveitarfélagsins í kring um Árgerði og koma með fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 140. fundur - 26.08.2021

Með tölvupósti dagsettum 20. júlí 2021 óskar Ragnheiður Lára Weisshappel eftir því að fá tún umhverfis hús sitt í Árgerði til umráða á móti því að hugsa um svæðið, slá og halda snyrtilegu. Meðfylgjandi er uppdráttur af umræddu túni.
Umhverfisráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 13. ágúst sl. og fól skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá samningi við eigendur Árgerðis um leigu á landi sveitarfélagsins í kring um Árgerði og koma með fyrir næsta fund ráðsins.
Landbúnaðarráð tekur undir bókun umhverfisráðs og leggur til að formlegur samningur verði gerður við eigendur Árgerðis.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Á síðasta fundi umhverfisráðs var skipulags- og tæknifulltrúa falið að gera drög að samningi við eigendur Árgerðis og leggja fyrir ráðið.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að samningi.
Samþykkkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á síðasta fundi umhverfisráðs var skipulags- og tæknifulltrúa falið að gera drög að samningi við eigendur Árgerðis og leggja fyrir ráðið. Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að samningi. Samþykkkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við eigendur Árgerðis.