Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 239. fundur - 21.04.2020

Lagður var fram samningur um dagþjónustu við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík fyrir tímabilið 2017-2020 en endurnýja þarf samning á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar sem sinnir dagþjónustu við eldri borgara.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að vinna að endurnýjun á samningi um dagþjónustu við Dalbæ samkvæmt umræðum á fundi. Samningsdrög verða lögð fram á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 240. fundur - 09.06.2020

Lögð voru fram drög að endurnýjuðum samningi við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík um dagþjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og starfsmönnum falið að klára samninginn.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 17:00.

Á 240. fundi félagsmálaráðs þann 9. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að endurnýjuðum samningi við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík um dagþjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og starfsmönnum falið að klára samninginn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við Dalbæ um dagþjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.

Félagsmálaráð - 242. fundur - 08.09.2020

Tekinn fyrir til umfjöllunar samningur við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra um dagþjónustu. Búið var að staðfesta drög að samningi í félagsmálaráði í júní sl. sem og í sveitarstjórn. Erindi barst frá stjórn Dalbæjar eftir þann tíma, þar sem óskað er eftir hækkun á styrk Dalvíkurbyggðar vegna aukins launakostnaðar. Tillögur stjórnar Dalbæjar kynntar fyrir nefndarmönnum.
Félagsmálaráð getur ekki orðið við hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020, en leggur til að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.

Félagsmálaráð - 243. fundur - 29.09.2020

Tekin voru fyrir drög að samningi við Dalbæ, heimili aldraðra um dagþjónustu fyrir tímabilið 2020-2023. Málið hefur áður verið tekið fyrir á fundum félagsmálráðs 242. fundi sem og í sveitarstjórn 327. fundi. Stjórn Dalbæjar samþykkti fyrir sitt leiti samninginn en óska eftir hækkun á greiðslum sveitarfélagsins þar sem laun starfsmanns í dagþjónustu eru hærri en framlag sveitarfélagsins, vinnuframlag starfsmanna fer að mestu leyti í þjónustu við fólk utan úr bæ auk þess sem fjölgun á opnunarvikum kallar á breytt fyrirkomulag.
Félagsmálaráð leggur til að samningur um dagþjónustu verði hækkaður samkvæmt óskum stjórnar Dalbæjar. Gert hefur verið ráð fyrir hækkun í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

Félagsmálaráð - 248. fundur - 09.03.2021

Farið yfir samning um dagþjónustu í málefnum aldraðra og fyrirhugaða vinnu með Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík um næstu skref.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 250. fundur - 11.05.2021

Tekið til umfjöllunar erindi frá forstjóra Dalbæjar vegna samnings um dagþjónustu fyrir 2020-2023.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna áfram að samningi við Dalbæ um dagþjónustu við aldraða og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekin fyrir drög að samningi við Dalbæ um dagþjónustu aldraðra fyrir árin 2020-2023.
Félagsmálaráð fór yfir samninginn og felur starfmönnum að vísa samningnum til stjórnar Dalbæjar til afgreiðslu.

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.08.2021

Lögð voru fram drög að samningi um dagþjónustu á Dalbæ fyrir árið 2020-2023. Drögin hafa áður verið lögð fram fyrir félagsmálaráð sem vísaði málinu til stjórnar Dalbæjar. Þann 27. ágúst sl. barst endurbótatillaga frá Dalbæ sem lögð er hér fyrir.
Félagsmálaráð samþykkir tillögur um breytingar á samningi og vísar erindinu til sveitastjórnar.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 252. fundi félagsmálaráðs þann 31. ágúst 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að samningi um dagþjónustu á Dalbæ fyrir árin 2021-2023. Drögin hafa áður verið lögð fram fyrir félagsmálaráð sem vísaði málinu til stjórnar Dalbæjar. Þann 27. ágúst sl. barst endurbótatillaga frá Dalbæ sem lögð er hér fyrir. Félagsmálaráð samþykkir tillögur um breytingar á samningi og vísar erindinu til sveitastjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi samning við Dalbæ um dagþjónustu á Dalbæ fyrir árin 2021-2023. Samningurinn tekur gildi 1. september sl. og er til eins og hálfs árs. Samningurinn kemur til endurskoðunar 1. janúar 2023.