Könnun á nýframkvæmdum og endurbótum hafnarmannvirkja

Málsnúmer 202106049

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 105. fundur - 11.06.2021

Í bréfi Hafnasambans Íslands, frá 08.06.2021, kemur eftirfarandi fram: "Hafnasambandið er að hefja vinnu við úttekt á nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafnarmannvirkja um land allt. Sumarstarfsmaður sambandsins, Sesselía Dan Róbertsdóttir hagfræðingur, mun annast gagnaöflun og skýrslugerð sem stefnt er á verði tilbúin á haustdögum.
Það er mat Hafnasambandsins að brýnt sé að safna saman á einn stað ítarlegum upplýsingum um almenna viðhaldsþörf hafnarmannvirkja og öllum áformum um framtíðaruppbyggingu næstu ár. Málefni hafna þurfa að fá meiri þunga í almennri umræðu um samgöngumál og um leið skilning stjórnvalda á mikilvægi hafnarþjónustu og öruggum og nútímalegum hafnarmannvirkjum um land allt."
Veitu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að senda inn langtímaáætlun Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Þórhalla kom aftur inn á fundinn kl. 13:15.
Hafnasamband Íslands hefur óskað eftir ítarlegum upplýsingum um almenna viðhaldsþörf hafnarmannvirkja og öllum áformum um framtíðaruppbyggingu næstu ár.

Á 105. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. júní 2021 fól ráðið sviðsstjóra að senda inn langtímaáætlun Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

Með fundarboði fylgdi samantekt fyrrverandi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs á fjárfestingaþörf næstu ára hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Á 105. fundi veitu- og hafnarráðs þann 11. júní 2021 fól ráðið sviðsstjóra að senda inn til Hafnarsambandsins langtímaáætlun framkvæmda Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

Fyrrverandi sviðsstjóri tók áætlunina saman og liggur hún fyrir fundinum til afgreiðslu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða meðfylgjandi drög að svari og felur sviðsstjóra að senda svar til Hafnasambandsins.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 106. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 105. fundi veitu- og hafnarráðs þann 11. júní 2021 fól ráðið sviðsstjóra að senda inn til Hafnarsambandsins langtímaáætlun framkvæmda Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar. Fyrrverandi sviðsstjóri tók áætlunina saman og liggur hún fyrir fundinum til afgreiðslu. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða meðfylgjandi drög að svari og felur sviðsstjóra að senda svar til Hafnasambandsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og drög að svari til Hafnasambandsins um langtímaáætlun framkvæmda Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

Veitu- og hafnaráð - 110. fundur - 17.12.2021

Til kynningar skýrsla Hafnasambands Íslands um nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna 2021-2031.
Lagt fram til kynningar.