Kjörstaður og fjöldi kjördeilda vegna kosninga til Alþingis 2021

Málsnúmer 202108080

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

Til umfjöllunar fjöldi kjörstaða og kjördeilda vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kjördeild í Dalvíkurbyggð verði áfram ein og kjörstaður verði í Dalvíkurskóla líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var til umfjöllunar fjöldi kjörstaða og kjördeilda vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að legga til við sveitarstjórn að kjördeild í Dalvíkurbyggð verði áfram ein og kjörstaður verði í Dalvíkurskóla líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
Enginn tók til máls.

Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. september , sbr. 10. gr. III. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24. frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum

Sbr. 10. gr og 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og að kjörstaður verði einn og í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.