Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 202106086

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 356. fundur - 21.06.2021

Með erindi dagsettu 18. júní 2021 óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir lóðinni við Gunnarsbraut 8.
Umhverfisráð samþykkir að úthluta GS frakt ehf. lóðinni að Gunnarsbraut 8.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Á 356. fundi umhverfisráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 18. júní 2021 óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir lóðinni við Gunnarsbraut 8. Niðurstaða:Umhverfisráð samþykkir að úthluta GS frakt ehf. lóðinni að Gunnarsbraut 8. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Gunnarsbraut 8.

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8.

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúi fari yfir málið á næsta fundi ráðsins.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags-og tæknifulltrúi, kl. 15:00.

Á 992. fundi byggðaráðs þann 29. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8. Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúi fari yfir málið á næsta fundi ráðsins."

Bjarni Daníel og Helga Íris gerðu grein fyrir ofangreindu.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli aftur til umhverfisráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Á 993. fundi byggðaráðs þann 19. ágúst 2021 var málinu vísað aftur til umfjöllunar í umhverfisráði.
Lóðarhafi lóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10, GS frakt ehf, sendi síðar inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar dagsetta 2. september 2021. Breytingin felst í sameiningu lóðanna við Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 993. fundi byggðaráðs þann 19. ágúst 2021 var málinu vísað aftur til umfjöllunar í umhverfisráði. Lóðarhafi lóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10, GS frakt ehf, sendi síðar inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar dagsetta 2. september 2021. Breytingin felst í sameiningu lóðanna við Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð. Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarbraut 8 og Gunnarsbraut 10 verði sameinaðar í eina lóð. Jafnframt að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/20210.

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Þann 21. september 2021 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarsbraut 8 og Gunnarsbraut 10 yrðu sameinaðar og að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/20210.
Deiliskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 20. desember 2021 til 1. febrúar 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatímanum.
Umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin taki gildi og verði auglýst í B deild stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Þann 21. september 2021 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarsbraut 8 og Gunnarsbraut 10 yrðu sameinaðar og að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 20. desember 2021 til 1. febrúar 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatímanum. Umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin taki gildi og verði auglýst í B deild stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar vegna sameiningu á lóðunum við Gunnarsbraut 8 og Gunnarsbraut 10 og að hún verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 989. fundi byggðaráðs þann 24. júní var eftirfarandi bókað:
Á 356. fundi umhverfisráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 18. júní 2021 óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir lóðinni við Gunnarsbraut 8. Umhverfisráð samþykkir að úthluta GS frakt ehf. lóðinni að Gunnarsbraut 8. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Gunnarsbraut 8."

Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 993. fundi byggðaráðs þann 19. ágúst 2021 var málinu vísað aftur til umfjöllunar í umhverfisráði. Lóðarhafi lóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10, GS frakt ehf, sendi síðar inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar dagsetta 2. september 2021. Breytingin felst í sameiningu lóðanna við Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð. Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarbraut 8 og Gunnarsbraut 10 verði sameinaðar í eina lóð. Jafnframt að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/20210."

Fyrir liggur lóðarleigusamningur um ofangreinda lóð/ir á nafni Sæfraktar ehf. þar sem lóðarhafi Gunnarsbrautar 10 er Sæfrakt ehf. en ekki GS frakt ehf. Um er að ræða lóðina við Gunnarsbraut 10, Dalvík, landnúmer 151502 (merkt Gunnarsbraut 8-10 á lóðarblaði).

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan lóðarleigusamning.