Innskil á lóð - Hamar, lóð 17

Málsnúmer 202109006

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Með tölvupósti, frá 1. september 2021, skila þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Jóhannesson inn lóð nr. 17 á Hamri.
Umverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóð 17 á Hamri aftur inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Til mál tók:
Þórhalla Karlsdóttir, forseti sveitarstjórnar, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:08.
1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, frá 1. september 2021, skila þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Jóhannesson inn lóð nr. 17 á Hamri. Umverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóð 17 á Hamri aftur inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um skil á lóðinni nr. 17 á Hamri og að hún fari aftur á lista yfir lausar lóðir. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.