Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Með umsókn, dagsettri 29. júní 2021, óskar Börkur Þór Ottósson eftir lóðinni að Sandskeiði 20 (Baldurshagalóðinni) undir iðnaðarhúsnæði.
Umhverfisráð tekur mjög jákvætt í erindið en leggur áherslu á að ganga þurfi frá endurnýjun lóðarleigusamnings við lóðarhafa Sandskeiðs 22 áður en endanleg úthlutun lóðar að Sandskeiði 20 getur farið fram. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að ræða við lóðarhafa og ganga frá lóðarleigusamningum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Lögð fram að nýju umsókn Barkar Þórs Ottóssonar um lóð að Sandskeiði 20 frá 29. júní sl.
Þar sem umrædd lóð (Baldurshagalóðin) er í raun ekki til í upprunalegri mynd telur umhverfisráð að áður en farið sé í að skilgreina og úthluta nýjum lóðum við Sandskeið þurfi deiliskipulag af svæðinu að liggja fyrir. Umhverfisráð leggur til að farið sé í að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið sem allra fyrst.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju umsókn Barkar Þórs Ottóssonar um lóð að Sandskeiði 20 frá 29. júní sl. Þar sem umrædd lóð (Baldurshagalóðin) er í raun ekki til í upprunalegri mynd telur umhverfisráð að áður en farið sé í að skilgreina og úthluta nýjum lóðum við Sandskeið þurfi deiliskipulag af svæðinu að liggja fyrir. Umhverfisráð leggur til að farið sé í að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Tekin fyrir beiðni frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 17. desember 2021 þar sem hann óskar eftir að afgreiðsla frá 358. fundi umhverfisráðs sem haldinn var þann 12. júlí 2021 og á 361. fundi ráðsins þann 03. september saman ár verði tekið upp að nýju og afgreitt.

Einnig fylgdi fundarboði tölvupóstur frá Berki dagsettur 11. janúar 2022 með rökum fyrir að lóðinni sé úthlutað.
Umhverfisráð ítrekar að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið og þegar það liggur fyrir og er samþykkt þá séu nýjar lóðir auglýstar lausar til umsóknar.

Umhverfisráð leggur til að vinna verði hafin sem allra fyrst við deiliskipulagsgerðina með það að markmiði að ljúka henni á vordögum 2022.
Helga Íris vék af fundi að loknum 8. lið kl. 09:30.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 17. desember 2021 þar sem hann óskar eftir að afgreiðsla frá 358. fundi umhverfisráðs sem haldinn var þann 12. júlí 2021 og á 361. fundi ráðsins þann 03. september saman ár verði tekið upp að nýju og afgreitt. Einnig fylgdi fundarboði tölvupóstur frá Berki dagsettur 11. janúar 2022 með rökum fyrir að lóðinni sé úthlutað. Umhverfisráð ítrekar að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið og þegar það liggur fyrir og er samþykkt þá séu nýjar lóðir auglýstar lausar til umsóknar. Umhverfisráð leggur til að vinna verði hafin sem allra fyrst við deiliskipulagsgerðina með það að markmiði að ljúka henni á vordögum 2022."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Júlíus kom aftur inn á fundinn kl. 08:59.
Erindi frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 27. janúar 2022, ósk um rökstuðning sveitarstjórnar á staðfestingu bókunar umhverfisráðs dags. 18. janúar 2022 þar sem ekki var orðið við ósk undirritaðs um úthlutun á lóðinni Sandskeið 20.

Á fundinum var farið yfir þau rök sem lágu að baki ákvörðun um að deiliskipuleggja iðnaðar- og athafnasvæðið Sandskeið og drög að svari til umsækjanda.
Umhverfisráð vísar rökstuðningnum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 27. janúar 2022, ósk um rökstuðning sveitarstjórnar á staðfestingu bókunar umhverfisráðs dags. 18. janúar 2022 þar sem ekki var orðið við ósk undirritaðs um úthlutun á lóðinni Sandskeið 20. Á fundinum var farið yfir þau rök sem lágu að baki ákvörðun um að deiliskipuleggja iðnaðar- og athafnasvæðið Sandskeið og drög að svari til umsækjanda. Umhverfisráð vísar rökstuðningnum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að rökstuðningi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Rökstuðningur:
Eins og fram kemur hér að ofan þá staðfestir sveitarstjórn þann 21. september 2021 afgreiðslu umhverfisráðs og rök ráðsins frá 3. september sl. um að það þurfi að deiliskipuleggja svæðið áður en farið verði í að skilagreina og úthluta nýjum lóðum á umræddu svæði. Sveitarstjórn staðfestir jafnframt á fundi sínum þann 18. janúar sl. afgreiðslu umhverfisráðs og rök ráðsins frá 13. janúar sl. um að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið og þegar það liggur fyrir samþykkt þá séu nýjar lóðir auglýstar lausar til umsóknar.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum umhverfisráðs þá eru m.a. forsendur umhverfisráðs, samkvæmt umræðum, fyrir afgreiðslu sinni vísan í sambærileg mál sem komu upp í fyrra sumar, skipulag Sandskeiðs í heild sinni, skortur á lóðarleigusamningum og skilgreiningu á lóðum á svæðinu. Umrætt svæði þarfnist því heildarmats m.a. þar sem um hefur verið rætt í mörg ár um tilfærslu beygjunnar við Frón sem og endurskoðun á umhverfinu í heild sinni. Í samræmi við þessi áform þá fari ekki saman að úthluta lóð undir hús sem kemur til með að rísa og þá hugsanlega að það og viðkomandi lóð falli ekki inn í þá heildarmynd sem verið er að móta með deiliskipulagsferlinu.

Í skipulagslögum nr. 123/2010 segir í 37. gr. VIII. kafla um deiliskipulagsáætlanir; Deiliskipulag skal gera fyrir einstök svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar og skal jafnan miða við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu. Við gerð deiliskipulags skal byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reit.

Fleiri dæmi er um að verið er að bíða með samskonar umsóknir þar til deiliskipulagsvinnu lýkur. Lóðir eru takmarkaðar auðlindir og því þarf að auglýsa nýjar lóðir til að allir hafi jafnan aðgang að þeim lóðum sem verða til í deiliskipulagsvinnunni. Það er skortur á lóðum fyrir atvinnustarfsemi. Í lýsingu með aðalskipulagi fyrir svæði 107_A kemur fram eftirfarandi ? þ.e. að uppbygging verði samkvæmt deiliskipulagi. (sjá mynd í lýsingu með aðalskipulagi, sbr. drög að svarbréfi).

Í úthlutunarreglum sveitarfélagsins um byggingalóðir segir m.a.;3.4. Annað Umhverfisnefnd er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingarlóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki sveitarstjórnar.Samandregið þá er það mat umhverfisráðs og sveitarstjórnar að þörf sé á gerð deiliskipulags á þessu svæði. Enn fremur með því að fara í gegnum formlegt deiliskipulagsferli er verið að gefa fleiri íbúum og hagsmunaaðilum, en fæst til dæmis með grenndarkynningu, tækifæri til athugasemda í heild um umhverfið í kring.

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Með símtali þann 25. nóvember 2022 óskaði Börkur Þór Ottósson eftir því að umsóknin verði tekin á dagskrá Skipulagsráðs og að fyrri ákvörðun um að hafna umsókninni verðu endurskoðuð.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að lóðablaði fyrir Sandskeið 20. Gætt verði að umferðaröryggi og svigrúmi fyrir breytta veglínu Sandskeiðs, Flæðavegar og Grundargötu. Við stofnun lóðar verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með símtali þann 25. nóvember 2022 óskaði Börkur Þór Ottósson eftir því að umsóknin verði tekin á dagskrá Skipulagsráðs og að fyrri ákvörðun um að hafna umsókninni verðu endurskoðuð.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að lóðablaði fyrir Sandskeið 20. Gætt verði að umferðaröryggi og svigrúmi fyrir breytta veglínu Sandskeiðs, Flæðavegar og Grundargötu. Við stofnun lóðar verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun skipulagsráðs, Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.