Frá Félagi eldri borgara; Ósk um styrk vegna lagfæringar á svelg á bílaplani við Mímisbrunn.

Málsnúmer 202108068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

Tekið fyrir erindi frá Helgu Mattínu Björnsdóttur, formanni Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, dagsett 24. ágúst 2021. Óskað er eftir styrk vegna lagfæringa á niðurfalli á bílaplani við hús félagsins að Mímisbrunni. Að mati félagsins er mikilvægt að ljúka viðgerð fyrir vetrarbyrjun. Áætlaður kostnaður er kr. 150.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk til félagsins, á móti reikningi, að hámarki kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145.
Byggðaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að finna svigrúm innan heimilda í málaflokki 02 á móti ofangreindum styrk.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Helgu Mattínu Björnsdóttur, formanni Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, dagsett 24. ágúst 2021. Óskað er eftir styrk vegna lagfæringa á niðurfalli á bílaplani við hús félagsins að Mímisbrunni. Að mati félagsins er mikilvægt að ljúka viðgerð fyrir vetrarbyrjun. Áætlaður kostnaður er kr. 150.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk til félagsins, á móti reikningi, að hámarki kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145. Byggðaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að finna svigrúm innan heimilda í málaflokki 02 á móti ofangreindum styrk."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og styrk til Félags eldri borgara að upphæð kr. 150.000, vísað á deild 02400, lið 9145.