Frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs; Skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga.

Málsnúmer 202010086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 19. október 2020, þar sem lagt er til að haldið verði áfram að gera ráð fyrir kostnaði vegna skólaakstur nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga í fjárhagsáætlun 2021.

Gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 árið 2021 samkvæmt fyrirliggjandi tillögum á málaflokk 04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óska eftir nánari upplýsingar.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:22.

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 19. október 2020, þar sem lagt var til að haldið verði áfram að gera ráð fyrir kostnaði vegna skólaaksturs nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga í fjárhagsáætlun 2021. Gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 árið 2021 samkvæmt fyrirliggjandi tillögum á málaflokk 04. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óska eftir nánari upplýsingar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært minnisblað sem sviðsstjórarnir gerðu grein fyrir.

Eyrún vék af fundi kl. 13:41.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
a) Að vísa kr. 2.000.000 nettó kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á málaflokk 02; ferðaþjónusta við fatlaða.
b) Núverandi fyrirkomulag gildi eingöngu út vorönn 2021 og er vísað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir að skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga taki til umfjöllunar aðgengi nemenda úr Dalvíkurbyggð að áætlunarferðum á milli byggðakjarnanna sem geri þeim kleift að stunda námið samkvæmt stundaskrá.
c) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsamálasviðs, komi með tillögu að gjaldskrá fyrir nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ferða nemenda með akstursþjónustu á vegum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:22.

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 19. október 2020, þar sem lagt var til að haldið verði áfram að gera ráð fyrir kostnaði vegna skólaaksturs nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga í fjárhagsáætlun 2021. Gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 árið 2021 samkvæmt fyrirliggjandi tillögum á málaflokk 04. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óska eftir nánari upplýsingum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært minnisblað sem sviðsstjórarnir gerðu grein fyrir. Eyrún vék af fundi kl. 13:41.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
a) Að vísa kr. 2.000.000 nettó kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á málaflokk 02; ferðaþjónusta við fatlaða.
b) Núverandi fyrirkomulag gildi eingöngu út vorönn 2021 og er vísað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir að skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga taki til umfjöllunar aðgengi nemenda úr Dalvíkurbyggð að áætlunarferðum á milli byggðakjarnanna sem geri þeim kleift að stunda námið samkvæmt stundaskrá.
c) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsamálasviðs, komi með tillögu að gjaldskrá fyrir nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ferða nemenda með akstursþjónustu á vegum sveitarfélagsins. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 26. apríl 2021, er varðar a) ósk um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og b) gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR.


a) Lagt er til sveitarfélagið bjóði upp á áframhaldandi þjónustu um skólaakstur í MTR skólaárið 2021-2022. Rök: Samkvæmt upplýsingum frá MTR er ekki hægt að koma til móts við nemendur vegna mætingu í fyrsta tíma. Horft er til öryggis nemenda vegna snjóflóðahættu. Líkur eru á að nemandi verði á starfsbraut skólans á næsta ári og samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sinna ferðaþjónustu fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla.
b)Lagt er til að gjaldskrá verði kr. 25.000 per mánuð og greitt mánaðarlega. Kostnaður sveitarfélagsins til verktaka mánaðarlega er um kr. 400.000. Í dag eru 5 nemendur að nýta sér rútuferðirnar. Nettó kostnaður sveitarfélagsins þá í 9 mánuði er áætlaður um 2,7 m.kr.

a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um akstur skólaárið 2021-2022.
b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 26. apríl 2021, er varðar a) ósk um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og b) gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR.
a) Lagt er til sveitarfélagið bjóði upp á áframhaldandi þjónustu um skólaakstur í MTR skólaárið 2021-2022. Rök: Samkvæmt upplýsingum frá MTR er ekki hægt að koma til móts við nemendur vegna mætingu í fyrsta tíma. Horft er til öryggis nemenda vegna snjóflóðahættu. Líkur eru á að nemandi verði á starfsbraut skólans á næsta ári og samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sinna ferðaþjónustu fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla.
b) Lagt er til að gjaldskrá verði kr. 25.000 per mánuð og greitt mánaðarlega. Kostnaður sveitarfélagsins til verktaka mánaðarlega er um kr. 400.000. Í dag eru 5 nemendur að nýta sér rútuferðirnar. Nettó kostnaður sveitarfélagsins þá í 9 mánuði er áætlaður um 2,7 m.kr.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um akstur skólaárið 2021-2022. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá."

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um áframhaldandi akstur nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga skólaárið 2021-2022.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá.

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var til umfjöllunar skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga og samþykkti byggðaráð tillögur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 23. ágúst sl. þar sem óskað er eftir viðauka vegna skólaaksturs í Menntaskólann á Tröllaskaga. Skv. lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sjá um akstur í framhaldsskóla fyrir nemendur með skilgreinda fötlun.

Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka 02 og 04 þannig:
Hækkun á lið 02540-4112 hópferðabifreiðar kr. 827.800 þannig að hann verði kr. 2.827.000.
Lækkun á lið 04290-4341 þjónustusamningar án vsk, um sömu upphæð þannig að hann verði kr. 824.200.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 827.800 þannig að liður 02540-4112 hækki um kr. 827.800 og liður 04290-4341 lækki í kr. 824.200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var til umfjöllunar skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga og samþykkti byggðaráð tillögur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 23. ágúst sl. þar sem óskað er eftir viðauka vegna skólaaksturs í Menntaskólann á Tröllaskaga. Skv. lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sjá um akstur í framhaldsskóla fyrir nemendur með skilgreinda fötlun.

Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka 02 og 04 þannig:
Hækkun á lið 02540-4112 hópferðabifreiðar kr. 827.800 þannig að hann verði kr. 2.827.000.
Lækkun á lið 04290-4341 þjónustusamningar án vsk, um sömu upphæð þannig að hann verði kr. 824.200.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 827.800 þannig að liður 02540-4112 hækki um kr. 827.800 og liður 04290-4341 lækki í kr. 824.200. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og beiðni um viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 827.800 þannig að liður 02540-4112 hækkar um kr. 827.800 og liður 04290-4341 lækkar í kr. 824.200.