Motus - endunýjun á samningi

Málsnúmer 202107017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög við Motus um innheimtuþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi eftir yfirferð innheimtumála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög við Motus um innheimtuþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi eftir yfirferð innheimtumála. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Motus um innheimtuþjónustu.